Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Qupperneq 51
•ófriðnum loknum, svo og til hagkvæmrar nvsKip-
unar aðalatvinnuveganna.
Skipastóll landsmanna verði sem skjótast endur-
nýjaður og aukinn. Framlög til nýbyggingasjóða
séu hækkuð og tryggt að þeir nái tilgangi sínum.
Veittir verði styrkir til smíða á nýjum fiskibátum
og hagkvæm lán til endurnýjunar á fiskiflotanum.
Settar séu reglur um skattfrjálsa afskrift báta,
skipa, hraðfrystihúsa og verksmiðja, sem framleiða
útflutningsvörur, og byggð eru með óeðlilega háu
verði.
Nýjum fyrirtækjum, er vinna úr íslenzkum af-
urðum, sé gefinn kostur á hentugum lánskjörum.
b. Athugun fari fram á því, hvað af hinum mörgu
ráðgerðu stórframkvæmdum, t. d. verksmiðju-
byggingar (síldarverksmiðjur, áburðar- og sem-
entsverksmiðjur o. s. frv.), rafvirkjanir, hitaveitur,
hafnargerðir, skipasmíðastöðvar til endurnýjunar
flotans og skipaviðgerða o. fl., séu framkvæmn-
legar nú þegar eða í nánustu framtíð, með tilliti
til þess, hvort þær megi teljast arðbærar nú og
framvegis. Við þe6sa athugun sé sérstaklega haft í
huga, að framkvæmdir þessar, hvort sem í þær yrði
ráðizt nú eða síðar, verði til tryggingar gegn at-
vinnuleysi eftir ófriðinn og reynist þá arðbærar
eða til stuðnings atvinnuvegum þjóðarinnar.
c. Skipuð sé nefnd, er geri tillögur um nýskipun
þjóðfélagsins til tryggingar öryggi og jöfnuði þegn-
anna og eflingar þeim stjórnarfars- og atvinnu-
háttum, er miða til almennrar hagsældar. Meðal
annars sé rannsakað, hvernig haga skuli skipulagi
49