Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 61

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 61
stefnu núverandi ríkisstjórnar að beina niðurskurði vegna tímabundinna efnahagsörðugleika í æ vaxandi mæli að mennta- og skólakerfinu. Með því er verið að veitast harka- lega að íslensku menningarþjóðfélagi sem byggir á góðri, al- mennri menntun þegnanna og kippa grundvellinum undan möguleikanum á framförum í atvinnulífi þjóðarinnar. Réttur heimavinnandi fólks 42. flokksþing Alþýðuflokksins tekur heilshugar undir áskorun þá, sem fram kom á ráðstefnu Sambands alþýðu- flokkskvenna um rétt heimavinnandi fólks, sem haldin var 10.3.1984 varðandi eftirfarandi atriði: — Að komið verði á einum lífeyrissjóði fyrir alla lands- menn og heimavinnandi fólk njóti fullra lífeyrisrétt- inda. — Að bætur almannatrygginga miðist við rétt viðkom- andi sem einstaklings en séu ekki háðar hjúskaparstöðu eða tekjum maka. — Að heimavinnandi fólk njóti sömu réttinda til sjúkra- dagpeninga og aðrir þegnar þjóðfélagsins. — Að aukin áherzla verði lögð á að fá heimilisstörf eðli- lega metin til starfsaldurshækkana og launa við skyld störf á vinnumarkaðinum. Flokksþingið átelur harðlega það réttindaleysi sem heima- vinnandi fólk býr við og hve störf þess eru lítils metin af sam- félaginu. Flokksþingið vill að þekking heimavinnandi fólks verði virt og viðurkennd og því fólki, sem æskir þess að vera heima við uppeldis- og umönnunarstörf, verði gert það kleift. Á meðan tekjuskattur af launatekjum hefur ekki verið af- numinn verði tekið tillit til þess við skattlagningu þegar um eina fyrirvinnu er að ræða, þannig að meiri jöfnun verði í skattbyrði heimilanna. Skorar flokksþingið á stjórnvöld að beita sér þegar í stað fyrir þessum sjálfsögðu mannréttindum og heitir á þingmenn flokksins að fylgja þessum málum eftir. 59

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.