Alþýðublaðið - 09.12.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.12.1925, Blaðsíða 3
í * irpyp 9HRSXV8v r »"■ ■■I-—■—.■■■■ w—m—I — i i' i - '*»-■ Verkamenn! Verkakonnr! Verziið Við KaBpfélagið! allmikiö skap (temperament), en látbragð hans og hreyfingar eru óviðfeldnar. Vitanlega á Johnny að vera öfgafullur í allri fram- komu sinni, en þaö réttlætir ekki hið fáránlega látbragð Indriða Waage. Hann hefir hér sömu hreyfingarnar og ferðalangurinn í „Dvölinni hjá Schöller". Eru pó hlutverkin gerólík. Indriði Waage þarf að sjá sjálfan sig á leiksvið- inu, — æfa sig vandlega fyrir spegli. Með því móti getur hann fengið það vald yfir hreyfingum sínum, sem er nauðsynlegt öllum þeim, er við leiklist fást. Eldabuskuna hjá March leikur frú Marta Kalman. Hún hefir áð- ur verið í þjónustu foreldra March, en gengið síðan að erfð- um til hans, og er hún því orðin nauðsynlegur liður í heimilislíf- inu. Hún tekur þátt í öllum at- burðum á heimilinu, er spurð ráða, ef vanda ber að höndum, og gefur alt af einhverja úrlausn, að vísu nokkuð vafasama stund- um. Hún játar þá hinu sama í hjarta sínu, en neitar því í huga sínum. Hún vill hvorugt hjónanna styggja. Eldabuskan er afarskemti- leg frá höfundarins hendi, og frú Kalman fer snildarlega með það. Engum hér tekst eins vel og henni að sýna þau einkénni, sem staða þessi hlýtur að setja á fólk. Hún skilur hlutverk sitt út í æsar og nýtur þess auðsjáanlega að fara með það. Þá kem ég að þeirri persónu leiksins, er hlýtur að vekja mesta athygli áhorfendanna, Bly glugga- fágara. Leikur Brynjólfur Jó- hannesson hann. Hefir höfundur- inn lagt einna mesta rækt við þessa persónu leiksins. Bly gamli er mesti heimspekingur, er finnur íhugunarefnin alls staðar um- hverfis sig í lífinu. Sérstaklega lætur honum vel, sem von er, að draga heimspekileg sannindi út úr lífsstarfi sínu, gluggafáguninni. En hann er ekkert sérstaklega rök- fastur í hugleiðingum sínum, gamli maðurinn, og niðurstöð- urnar reka sig stundum hver á aðra. Hann er drykkfeldur, en hef- ir vegna heimspekigáfu sinnar einkar-gott lag, á því að finna sér í átyllu til þess að fá sér neðan í því. Hann tekur ógæfu Trúar, dóttur sinnar, með heimspekilegri ró sem hverju öðru nauðsynlegu böli, og þegar alt er komið! í óefni fyrir henni síðast í leiknum, þá reynir hann að drekka það frá sér. Brynjólfur Jóirannesson leikur Bly prýðisvel. Honum hefir tek- ist að skapa úr hlutverkinu heil- steypta persónu. Qervið, sem hann hefir valið sér, er ágætt og sam- kvæmt skapgerð Blys og málrómur og látbragð í fullu samræmi við gervið. Hættir Brynjólfi þó við einstöku sinnum að gleyma mál- róminum, en það kemur þó eigi svo oft fyrir, að það verði talinn verulegur galli á leik hans. Hefir VeíZÍið við Vikar! Það verður notadrýgst. Guðm. B. Vikar, Lauga- vegi 21. (Beint á móti Hiti & Ljóa.) Sími 658. Haustrlgnlngar og Spánakar nœtur iást i Bókav®rz!un Þorst. Gislnsonar og Bókabúðlnni á Laugavegl 46. ðtferDÍðið AlfeýðHfetaðiS hver d«m feið ersaS es hwert eem feii fariS! Brynjólfur með þessum leik sín- um sýnt, að hann er efni í ágætan leikara á þessu sviði. Hlutverk Haralds Ásgeirsson- ar og Friðfinns Guðjónssonar eru bæði lítilfjörleg. Þess ber þó að geta, að gervi Haralds er ágæt- lega valið. — Ástæða er til að þakka hr. ad- junkt Boga Ólafssyni fyrir snild- arlega þýðingu hans á leikritinu. Almar. KæturiœUnir er í nótt Daníel Fjeldrted, Laugavegi 38. Sími 156L Nietorvðrðar i Laugavegs- apóteki þesta viku. Sdgnr Rice Bnrroughs: Vilti Tarzan. utan við borgina, og það, sem tók við á eyðimörkimi, hugsaöi hann ekki um; — samt vildi hann um fram a t komast úr hinni skelfllegu borg. Hann sá, að húsþökin voru jafnhá þvi, sem hann stóð á, norður að næsta götuhorni. Hann leitaði ofan- göngu og fann loks góðan stað. En hann varð að biða þar færis að renna sér eftir súiu ofan á götuna. Hvert sinn, er hann kom fram á brúnina, heyrði hann fótatak úr einhverri átt, svo að hann efaðist um, að hann kæm- ist áleiðis, fyrr en allir svæfu Loksins rendi hann sér þó ofan á götuna með hálfum huga. Hann lofaði sinn sæla fyrir það, hve flóttinn hafði enn vel tekist, en er hann snéri sér við rak hann i rogastanz að sjá gulklæddan jötun standa rétt hjá sór alvopnaðan. XXII. KAFLI. Út úp voggskotlnu. Númi, ljónið, öskraði af bræði, er það náöi ekki apa- pianninum, sem hljóp upp vegginn undan þvi'. Haun hnipraði sig saman og bjóst til stökks i annað sinn, er þeffæri hans fundu lykt i spori bráðarinnar, sem þau höfðu áður ekki veitt athygli. Númi þefaði nákvæmlega að sporum Tarzans; urr hans varð að lágu mjálmi, þvi að haun þekti spor þess, sem bjargaði honum úr gryfju Wamabúa. Um hvað hugsaði dýrið ? Hver veit það? En þagar það snéri austur með múrnum, var enginn reiðihljómur i rödd þess. Við austurenda múrsins snéri það til suðurs með fram veggnum, þangað sem dýr vcru alin til fæðu handa ljónunum i borginni. Stóru, dökku ljónin átu þvi nær með jafngóðri lyst menn og grasætur. Þau leituöu stundum fæðu i iandi Wamabúa, en venjulega rændu þau dýrum borgarbúa eða þegnum konungs. Ljónið, sem Tarzan bjargaði, var undantekning frá venjunni; það var alið upp i borginni, en hafði sloppið tveggja ára gama't. Þvi hafði verið kent að éta ekki menn, svo að það róðst að eins á þá í bræði eða þegar það var mjög hungrað, Kaupfð TarcaD-söguraarl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.