Úrval - 01.11.1961, Síða 117

Úrval - 01.11.1961, Síða 117
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 125 um kippti í kyn dverga. Víst er um það, aS maður bjóst allteins viS þvi aS sjá hann skjótast inn í grásteinsdranginn þá og þegar og láta valkyrjuna eina eftir úti fyrir anddyri kiettahörgsins; það stórbrotna umhverfi var hennar heima, hann hlaut að hafa villzt út á þessi breiðu marmaraþrep eða skroppið út þangað fyrir for- vitnisakir rétt sem snöggvast. ÞaS var þó ekki eingöngu það, hve smár vexti hann virt- ist og rindilslegur, sem gerði, að hann átti ekki heima í þessu umhverfi. Allt svipmót hans og fas stóð í ámóta upp- reisnarkenndri, en um leið kát- broslegri mótsögn við steinrunn- inn hátíðleik i formi og línum og hnerrti undir húslestri viS andaktina, — ekki hvað sízt sjálf ásjónan — mógult hörundið, sem hrukkaðist losaralega frá háu og hallfleyttu enni um út- stæð kinnbeinin og allt niður þangað , sem gleymzt hafSi aS hugsa fyrir höku; gisið, stutt- klippt skeggstrýið á sífelldu iSi yfir varaþykkum glottskældum og hrosstenntum munni, og loks glettnisleg og eilítið ósvifin kimnin, sem skein gegnum kúpt gleraugun undan skásettum, samankipruðum hvörmum. Engu aS síður hafSi þessi ósjálfráða uppreisn á sér virðulegri blæ, þegar betur var að gætt, en virt- ist fljótt á litið, og ef til vill var hún ekki meS öllu ósjálf- ráð, þegar öllu var á botninn hvolft, -—• það var eitthvað hetju- legt við þessa þöglu hundsun hans á stórbrotnu, berggrónu yfirlæti klettahörgsins — eitt- hvað, sem vakti með manni grun um, að hann vissi sig luma á máttkri eilífðarvizku, en dyldi hana á bak við annarlega svip- grímu og fjarrænt glott, þar sem honum væri hún ekki útbær. Og allt í einu var sem þessi óvirka uppreisn væri honum ekki nóg. Varð þá allt i einni svipan, að hann brá lítilli ljós- myndavél upp að auga sér, hnipraði sig saman, leiftur- snöggt og fjaðurmagnaS eins og fjölbragðagarpur í áhlaupi, mið- aði, þrýsti á tökugikkinn, stóð siðan aftur eins og hann hefði aldrei hreyft legg né IiS, starði kúptum gleraugunum út í kvöld- bliðuna í Hessen og glotti við tönn. Ekki var neitt að sjá eða gerast þarna þessa stundina, er talizt gat svo athyglisvert eða nýstárlegt, aS þaS tæki að skrá það á bókfell Ijósmyndaþynn- unnar; það var eins og þessi mjúka, snögga hreyfing ætti sér engan tilgang annan en þann aS storka hinu steinrunna og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.