Úrval - 01.07.1965, Side 20
18
ÚRVAL
endni' hins frjálsa Frakklands.
Franska andspyrnuhreyfingin hafði
snúizt í lið með de Gaulle og sömu-
leiðis þeir stjórnmálaflokkar, sem
risið höfðu upp í Frakklandi á
stríSsárunum og störfuðu þar á
laun. De Gaulle var því sannfærð-
ur um að ÞjóSarráð andspyrnu-
hreyfingarinnar og fulltrúar hans
í Frakklandi mundu ná völdum í
landinu, þegar ÞjóSverjar hefðu
verið hraktir á brott. Hinsvegar
óttaðist hann að kommúnistar
næðu yfirráðum í borgunum, og
að hann og bráðabirgðastjórn hans
yrðu aðeins peð i höndum þeirra
eða hann neyddist til að hiðja Breta
og Bandaríkjamenn um aðstoð, en
það hefði orðið óbærilegt áfall.
Hugsjón de Gaulles var sjálfstætt
Frakkland, sem gæti látið rödd
sína heyrast í Evrópu. De Gaulle
sigraði. Catroux hershöfðingi, eini
hershöfðinginn, sem gekk í lið með
de Gaulle árið 1940, hefur skrifað
um þennan atburð m. a.: „Hann er
í mínum augum hetja í klassískri
merkingu þess orðs. ... Frakkland
hefur átt marga bjargvætti i sögu
sinni, en enginn nema hann hefur
af eigin rammleik haft slík áhrif
á örlög þess.“
Þegar de Gaulle hélt inn i París-
arborg í ágústmánuði 1944, var
honum tekið af miklum fögnuði.
BráðabirgSastjórn hans var síöan
við völd þar til kosningar fóru
fram i október sama ár. De Gaulle
var endurkjörinn, en þegar leið á
árið 1945, fór hann að eiga í erfið-
leikum með hina nýju stjórnmála-
flokka — sósíalista, kommúnista
og kaþólska flokkinn M.R.P., en
þessir flokkar störfuðu undir
merkjum Frjálsra Frakka og and-
spyrnuhreyfingarinnar. Sunnudag
einn í júní 1946, boðaði hann ráð-
herra sína fyrirvaralaust á sinn
fund og las þeim lausnarbeiðni
sína: „Flokkavaldið er aftur komið
til sögunnar. Ég sætti mig ekki við
það. Ég get ekki komið í veg fyrir
þessa tilraun, nema með því eina
móti að taka mér einræðisvald,
en ég er mótfallinn þvi og það
mundi óhjákvæmilega hafa slæmar
afleiðingar. Ég dreg mig þvi i hlé.“
Frá 1946 til 1958 lifði de Gaulle
kyrrlátu lífi og hafði engin af-
skipti af stjórnmálum önnur en þau,
að hann stofnaði flokk, — Rass-
emblement du Peuple Frangais, til
þess að berjast gegn stjórnarskrá
fjórða lýðveldisins, sem liann áleit
óraunliæfa. Flokkurinn dafnaði vel
í fyrstu, cn síðar náðu íhaldsöfl
undirtökunum, og svo fór að lokum
að samtökin lognuðust út af.
Á árunum 1952—58 tók de
Gaulle alls engan þátt í stjórnmál-
um. Gamli maðurinn bjó í kyrrS
og ró á sveitasetri sínu ásamt eig-
inkonu sinni, og stundum tveim
börnum sínum og barnabörnum.
En þegar Alsírstríðið tók að færast
í aukana eftir 1955, beindist at-
hyglin aftur að de Gaulle. Vinstri
menn litu á hann sem fórnarlamb
hernaðarins og fasista, en hægri-
menn vonuðu að hann gæti mynd-
að sterka stjórn. De Gaulle var
ekki trúaður á að hann yrði beðinn
um að bjarga Frakklandi í annað
sinn, en hann fór að öllu með gát
og gætti þess að spilla ekki fyrir
sér. Um þetta leyti var hann að