Úrval - 01.07.1965, Page 52
Napoleon
°g
Maria Walewski
1 júní voru 150 ár liðin síðan orrustan við
Waterlo var háð, örlagavaldur nítjándu
aldar.
APÓLEON keisari var
í þann veginn að halda
inn í Varsjá i vagni
sínum í fylgd me'ð
vini sínum og helzta
aðstoðarmanni, Duroc hershöfð-
ingja. Hann hafði rekið flótta aust-
urrísku, prússnesku og rússnesku
herjanna, og hann hafði í hyggju
að koma á nýju skipulagi landa
og stjórnarkerfa í Austur-Evrópu
eftir sínu höfði. Póllandi hafði
verið skipt á milli Austurríkis,
Prússlands og Rússlands og var ei
lengur til sem sjálfstætt ríki, og
Pólverjar fögnuðu Napóleon sem
bjargvætti. í huga þeirra skipaði
ein hugmynd æðsta sess: að telja
hann á að veita Póllandi aftur
sjálfstæði.
Þetta var á gamlaárskvöld árið
1806—7. Vagn Napóleons nálgaðist
litla þorpið Brone fyrir utan Var-
sjá, þar sem skipt skyldi um hesta,
áður en haldið yrði inn i borgina.
Hópur hrópandi, ofsaglaðra Pól-
verja umkringdi hann og blandað-
ist lifverði hans, en í honum voru
franskir og pólskir riddaraliðs-
menn.
Utarlega í mannþrönginni birtust
skyndilega tvær ungar konur,
klæddar slagkápum. Þær höfðu
komið i vagni frá heimilum sínum
utan Varsjár til þess eins að ná
fundi „bjargvætts" lands þeirra og
50