Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 54
52
ÚRVAL
glöð, þegar þessi aldni nágranni
þeirra fór að sýna áhuga á Marie.
En stúlkan varð óttaslegin. Hana
grunaði, að þau myndu öll mynda
með sér samsæri um að fá hana
til þess að giftast öldungnum, og
hún varð svo óttaslegin, að hún
varð líkamlega sjúk og varð að
vera rúmliggjandi um tima.
En helzta einkenni Marie reynd-
ist vera fórnarvilji hennar fyrr og
síðar á ævinni.
Móðir hennar grátbað liana um að
bjarga fjölskyldunni. Walewski
sýndi henni umhyggju og aðdáun
og virtist sannkallaður heiðurs-
maður. Elzbieta vinkona hennar
hafði nú yfirgefið eiginmann sinn
og flutzt heim til Póllands frá
París. Hún bað nú Marie um að fórna
ekki æsku sinni og ástarkennd og
sagði, að slík fórn gæti aðeins orðið
til þess, að á vegi hennar yrðu
grimmilegar freistingar síðar á
ævinni. Elzbieta hafði sjálf verið
gift öldruðum manni og vissi því,
hvað hún söng. En þótt eðlisávisun
Marie snerist öndverð gegn ráðahag
þessum, ákvað hún, að hún yrði
að gera það, sem hagkvæmast yrði
fyrir ættingja hennar.
Þau Marie og Walewski gengu því
í hjónaband, hann greiddi allar
skuldir fjölskyldunnar, og þau fóru
i brúðkaupsferð til ítaliu. 1 ferð
þeirri reyndist hann „góður og
liugulsamur“ samkvæmt vitnisburði
Marie og þess verður að eiga konu,
er léti sér annt um hann. Og síð-
ar eignuðust þau svo son, sem
reyndist vera fremur veikbyggð-
ur.
Þannig var ástatt um Marie, þeg-
ar Napóleon hóf þá sókn, sem Pól-
verjar treystu svo ákaft, að yrði til
þess að færa landi þeirra frelsi.
Marie hafði ætíð verið skynsöm
stúlka. Nicholas Chopin, faðir hins
mikla tónskálds, hafði verið kenn-
ari hennar, og liann hafði lýst því
yfir, að hún væri mjög bráðþroska,
bæði hvað snerti trúarhita og skiln-
ing á stjórnmálum. Og hún hafði
einmitt snúið sér að stjórnmálum.
Kannski liefur hún gert það að
nokkru leyti til þess að bæta sér
upp hinn gráa hversdagsleika þess
lífs, er hún hafði verið þvinguð
til þess að lifa. Hún beindi allri at-
orku sinni og öllum tilfinninga-
ofsa sínum að því að vinna að
frelsi Póllands. Margar aðrar pólsk-
ar koriur unnu að þessu sama máli,
enda hafa pólskar aðalskonur ætíð
unnið á mjög virkan hátt að þeim
málum, sem voru i mörgum öðrum
löndum álitin vera eingöngu í
verkaliring karlmannanna.
Það var málstaður Póllands og
ekkert annað, sem hafði fengið
Marie til þess að leita á fund Napo-
leons i Brone.
En Napóleon hafði misskilið
heimsókn þessarar fögru, ljósliærðu
og ungu konu.
Keisarinn hafði ekki fyrr lokið
hlinni opinberu innreið sánni i
Varsjá á nýjársdag en hann tók
að leita að ungu konunni, sem
hafði tekið vagn lians með áhlaupi
og töfrað hjarta hans.
Duroc lét leita að ungu konunni
um þvera og endilanga Varsjá. Lög-
reg'lumenn gengu hús úr húsi í leit
að ungri konu, sem þeir vissu engin