Úrval - 01.07.1965, Síða 62
60
ÚRVAI
ise ól lionum son, hinn ógæfusama
hertoga af Reichstadt, sem gekk
síðar undir nafninu 1’ Aiglon, Litli
Örninn.
En meðan á þessu stóð, hafði
Marie Walewska horfið heim á
óðal eiginmanns sins í Walewice og
setzt þar að að nýju. Þar hafði hún
alið Napóleon son, sem var gefið
ættarnafn Walewski. Hann hlaut
nafnið Alexander Florian Joseph
Colonna Walewski, þótt allir vissu,
að drengurinn var sonur Napólc-
ons. Keisarinn gerði þennan pólska
son sinn að greifa og gaf honum
eignir. Hefðu fyrirætlanir Napó-
leons náð fram að ganga, hefði hann
kannski gert liann að konungi yfir
Póllandi, áður en yfir lauk.
Er Napóleon beið að lokum ó-
sigur og hélt í útlegð til eyjunnar
Elbu i Miðjarðarhafi, var Marie og
syni þeirra leyft að heimsækja
hann þangað.
Hann kvaddi Marie að lokum
síðustu kveðju þeirra í Malmaison-
höllinni skammt frá París, eftir
að liann hafði gert tilraun til þess
að ná völdum að nýju og hafði
beðið fullnaðarósigur í orrustunni
við Waterloo. Hann sagðist mundu
halda til einhvers „gestrisins
lands“. Hann vissi ekki, að Bretar
myndu dæma hann til þess að cyða
ævidögum sínum á hinni afskekktu
eyju, St. Helenu. Er hann skildi
við Marie þann dag, sagði hann
við hana, að nú skildu leiðir þeirra
að fullu. Þau höfðu oft verið sam-
vistum, meðan liann hafði haldið á-
fram sigurgöngu sinni. Nú var
henni lokið og lífsstarfi hans einn-
ig, og hann bað hana um að lifa
sínu eigin lífi án þess að taka tillit
til hans.
Hún reyndi slíkt. Einn af yfir-
mönnunum í her Napóleons, d’
Ornono hershöfðingi, hafði lengi
unnað Marie hugástum, og nú fannst
heniii sem he’nni myncfi takást
að endurgjalda ást hans. Það er
mögulegt, jafnvel líklegt, að við hlið
d’Ornano hafði hún fundið upp-
fyllingu þeirra ástardrauma, sem
hin unga stúlka hafði skrifað Elz-
bietu vinkonu sinni um, þegar hún
sagðist ekki mundu giftast neinum,
sem hún ynni ekki hugástum. Ilún
hafði ekki unnað Walewski hug-
ástum. Henni hafði lærzt að elska
Napóleon, en á ólíkan, ófullkominn
hátt. Nú fann hún kyrrlátari, dýpri
ást en hún hafði nokkru sinni þekkt
áður.
Og árið 1816 giftust þau Marie
og d’Ornano hershöfðingi.
En það átti ekki fyrir henni að
liggja að njóta lengi þeirrar ham-
ingju, sem hún hafði nú fundið að
lokum. Hún dó á næsta ári, árið
1817. Napóleon var þá á St. Helenu.
en síðasta greinanlegt andvarp
hennar var samt orðið — Napóleon.
Nútímamálverk eru alveg eins og konurnar. Þér mun aldrei Þykja
neitt gaman að þeim, ef þú reynir að skilja þau.