Úrval - 01.07.1965, Side 86
84
ÚRVAL
Athugasemdir Stein-
becks um menn og mál-
efni, stundir og staði,
hnyttnar og viturlegar
og mjög frumlegar, úr
þessu risalandi, sem
hann ákvað skyndilega
að kanna niður í kjöl-
inn.
John Steinbeck Nobels-
verðiaunahafi er talinn
einn af fremstu núlif-
andi skáldsagnahöfund-
um heimsins. Bókin „Á
ferð með Kalla“ er frá-
sögii hans af 10.000
mílna ferð, sem hann
fór í um gervöll Banda-
rikin ásamt sinum ó-
metanlega ferðafélaga,
honum Kalla, en Kalli
er franskur loðhundur.
__________________________________________________________________i
ÉG HELD, að áætlun
mín hafi alls ekki ver-
ið vanhugsuð, heldur
skýr, hnitmiðuð og
skynsamleg. Árum sam-
an hef ég ferðazt viðs vegar um
heiminn. Þegar ég er i Ameríku,
bý ég í New Yorkborg, en New
Yorkborg er ekki fremur Ameríka
heldur en París er Frakkland eða
Lundúnir eru England. Því upp-
götvaði ég, að í starfi mínu sem
rithöfundur vann ég orðið ein-
göngu eftir minni. Ég þekkti ekki
mitt eigið land í ranu og veru.
Og því ákvað ég að uppgötva þetta
risaland á nýjan leik.
Ég skrifaði stórri verksmiðju,
sem framlejðir vöruhíla, og skýrði
frá því, hvers konar farartæki ég
þarfnaðist til fararinnar. Ég vildi
fá lítinn þriggja tonna vörubíl,
likt og notaðir eru til sendiferða,
bíl, sem gæti farið hvert á land
sem væri. Og ég vildi láta byggja
lítið hús yfir afturhluta grindar-
innar í staðinn fyrir bílpall, og átti
það að likjast káetu á litlum báti.
Og að því kom, að ég fékk í hend-
urnar það farartæki, sem ég hafði