Úrval - 01.07.1965, Side 97
Á FERÐ MEÐ KALLA
95
förum eftir vatnstauma. Það er líkt
og þúsund mílur séu á milli árbakka
Missouriárinnar.
Ég var sannarlega ekki viðbúinn
þessum miklu þáttaskilum við
Missouriána. Og hið sama má segja
um hin svokölluðu Vondulönd. Þau
komu mér sannarlega á óvart. Þau
eiga þetta nafn skilið. Þau eru líkt
og handaverk barns, sem haldið er
illgirni. Þau eru þess háttar staður,
sem hinir föllnu englar hefðu get-
að tekið upp á að búa til sem stork-
un gegn himnariki. Þar er allt
skraufþurrt og oddhvasst. Þar rík-
ir auðn, og þar leynist hætta. Mér
fannst þau sem illur fyrirboði. Þau
vekja hjá manni þá kennd, að þeim
geðjist ekki að mönnum og bjóði
þá þvi ekki velkomna. Ég beygði út
af þjóðveginum inn á malarstíg og
lagði síðan af stað inn á milli
hæðanna, sem líktust næstum
hömrum. Yfirborð vegarins reif og
sleit hjólbarðana mína illskulega
og fékk ofhlaðnar fjaðrirnar á
honum Rocinante til þess að veina
af kvölum. Innan skamms fannst
mér ég vera á flótta. Ég vildi flýja
þetta ójarðneska landssvæði. En
tíminn rétt fyrir rökkurbyrjun ger-
hreytti öllu.
Er sólin tók að lækka æ meira
á lofti, var sem hið sviðna og ógn-
vænlega yfirbragð hæðanna og
hamranna, meitlaðra klettanna og
gjánna þurrkaðist út, og nú ljómaði
allt landið í gulum og skærbrúnum
litbrigðum, silfurgráum og öllum
hugsanlegum afbrigðum of rauðum
lit, en innan um gat að líta kol-
svartar rákir. Þetta var svo fögur
sjón að ég nam staðar nálægt þyrp-
ingu dvergvaxinna og vindskek-
inna sedrusviðartrjáa. Og er ég
hafði numið staðar, var sem mér
væri haldið þar föngnum. Það var
sem litirnir hefðu tekið mig til
fanga og hin yfirþyrmandi skira
birta hefði gert mig hálfruglaðan.
Hamrarnir sneru dökkir og meitl-
aðir gegn hinni lækkandi sól-
kringlu, en í austri, þar sem birtan
flæddi skáhallt niður, öskruðu lit-
ir landslagsins fagnandi á mann.
Og það var langt frá því, að nóttin
þarna væri ógnvænleg, heldur var
hún ósegjanlega fögur, því að
stjörnurnar voru svo nálægt. Þótt
máninn væri hvergi sýnilegur,
vörpuðu stjörnurnar frá sér silfur-
glóð um himinhvelfinguna.
Mig sveið í nasirnar af þurru
frostinu. Ég fann allt í einu til
löngunar til þess að kveikja litið
bál. Ég safnaði saman hrúgu af
dauðum sedrusviðargreinum og
kveikti dálítið bál til þess að finna
anganina af brennandi viðnum og
heyra æst snarkið í greinunum.
Og bálið mitt varð að hvolfþaki af
gulu ljósi, er gnæfði yfir mig, og
skammt undan heyrði ég uglu væla
á veiðum og sléttuúlfa ýlfra.
Nóttin var svo köld, að ég fór
i hlýju ullarnærfötin mín i stað
náttfata, og þegar Kalli var búinn
að hringa sig saman undir rúminu
mínu, náði ég í teppi og breiddi
yfir hann — og lét trýnið eitt
standa út undan teppinu. Hann and-
varpaði og ók sér til og gaf frá sér
innilega stunu, sem gaf til kynna,
að honum liði alveg dýrðlega. Mér
varð hugsað til þess, hversu ný á-
hrif, sem ég varð stöðugt fyrir á