Úrval - 01.07.1965, Side 110
108
ÚRVAL
nániið við teikniskólann, sótti hann
um upptöku í listaskóla franska
ríkisins. Umsókn hans var synjað.
Hann reyndi aftur, og enn einu
sinni, en var alltaf neitað um inn-
göngu í skólann. Þetta voru fyrstu,
bitru vonbrigðin, sem hann varð
fyrir i viðskiptum sínum við opin-
bera aðila á listasviðinu. Það var
ekki skemmtileg reynsla. Beiskja
lians á siðari árum í garð „páfanna"
í heimi listanna, átti rætur sínar að
rekja til þessara fyrstu vonbrigða.
Árið 1863 missti Rodin Klót-
hildi systur sína, sem honum þótti
ákaflega vænt um. Hann sá mjög
mikið eftir henni. Harmur hans
var jafnvel svo yfirþyrmandi, að
litlu munaði að hann missti vitið.
Það var kaþólskum presti að þakka,
að hann hélt sönsum, og um tíma
var hann sjálfur að hugsa um að
ganga í þjónustu kirkjunnar.
Árið 1865, þegar Rodin var tutt-
ugu og fimm ára, kynntist hann
ung'ri stúlku, sem átti eftir að verða
lífsförunautur hans. Rósa Beuret
var ættuð úr Champagnehéraði, en
liafði fengið vinnu í París sem
saumakona, og það var í sambandi
við þetta starf hennar að þau
kynntust. Rodin var um þessar
mundir að vinna að skreytingum
fyrir THÉATRE DES GOBELINS
og þar hitti hann ungu stúlkuna
fyrst. Þau urðu þegar ástfangin
og fóru að búa saman skömmu síð-
ar. Enda þótt Rósa væri alltaf köll-
uð „frú Rodin“, giftust þau ekki
fyrr en 1917.
Um svipað leyti og Rodin kynnt-
ist Rósu Beuret, hætti hann að
vinna hjá skreytingameistaranum,
en gerðist aðstoðarmaður liins
fræga myndhöggvara, Carrier-Belle-
use. Hann vann í sex ár hjá liinum
nýja meistara og öðlaðist mikla
reynslu í höggmyndasmíði, en hann
gat ekki þroskað sinn persónulega
stil af því að starf hans var fólgið
í því að Ijúka við uppköst að
myndum, sem Carrier-Belleuse af-
henti honum. Sköpunargáfa hans
fékk enga útrás. Hann losnaði iir
þessu ófrjóa starfi þegar fransk-
þýzka stríðið brauzt út árið 1871,
því að hann var kallaður i herinn.
En Rodin hafði megnasta viðbjóð
á hermennsku og hann flúði til
Brussel rétt fyrir Parísaruppreisn-
ina, en varð að skilja Rósu og ung-
an son þeirra eftir um stundarsak-
ir, meðan hann leitaði sér frægðar
og frama í höfuðborg Belgíu.
Heppnin var með honum, því að
hann fékk strax atvinnu við teikni-
störf. Siðan fluttist Rósa með son
þeirra til Brussel, og þar lifðu þau
hamingjusömu lífi í litlu húsi í
útjaðri borgarinnar. Rodin var nú
að vinna við eitt frægasta verk sitt,
,,.Bronzöldina“, og hafði allgóðar
tekjur af sölu listaverka sinna.
Árið 1875 fór hann til Ttalíu, til
þess að kynna sér list endurreisnar-
tímabilsins, en þó einkanlega verk
Michaelangelos. „Bronzöldin" var
sýnd opinberlega i Brussel 1877,
en svo var veruleikablærinn mikill
í þessu stórfenglega verki að nokkr-
ir menn úrsýningarnefndinni héldu
þvi fram, að Rodin hefði ekki getað
skapað það með eðlilegum hætti.
Bæði í Brussel og Frakklandi héldu
hinir „lærðu“ fast við þá skoðun
sína, að Rodin hefði tekið mót af