Úrval - 01.07.1965, Page 112
110
ÚRVAL
Balsac.
lifandi fyrirmyndum og byggt sið-
an myndina upp úr þessum mót-
uðu hlutum. Rodin svaraði þegar
þessum ásökunum með hvassyrtu
l>réfi, þar sem hann harðneitaði
öllum sakargiftum. En það var ekki
fyrr en EdmondTurquet, listamála-
ráðherra, skarst í leikinn, ásamt
mörgum frægum listamönnum, að
nafn Rodin var hreinsað af þess-
um óhróðri. Turquet sæmdi Rodin
heiðursmerki og keypti „Bronsöld-
ina“ fyrir hönd rikisins. Enda þótt
deilan um þetta listaverk yrði þess
valdandi, að Rodin hataði klíku
hinna viðurkenndu listamanna enn
meira en áður, varð hún þó til þess,
að hann eignaðist marga nýja og
áhrifamikla vini.
Árið 1880 byrjaði hann á nýju
verki „Vítishliðinu“, sem hann
vann að til æviloka. Verkið var
unnið fyrir opinbera aðila, en
Rodin notaði tækifærið til þess
að hefna sín á andstæðingum sín-
um. „Þar sem ég hef verið ásakaður
fyrir að nota mót af lifandi fyrii'-
myndum,“ sagði hann, „ætla ég í
þessu verki að gera nokkrar iág-
myndir í svo litlum stærðarhlut-
föllum, að enginn geti sagt að um
slíkt sé að ræða! Og' fyrirmyndirnar
ætla ég að sækja í Dante.“
Rodin fór í fyrstu Englandsför
sína árið 1881. Hann hitti rithöf-
undana Henley og Stevenson, sem
báðir urðu miklir vinir hans. Hann
gerði síðar mynd af Henley og er
hún ein af frægustu brjóstmyndum
hans. Rodin var slikur snillingur
í mótun mannamynda, að hann
á engan sinn jafningja, hvorki fyrr
né síðar. Arið 1884 bað borgar-
stjórn Calaisborgar hann um að
g'era mynd af „Borgurunum í Cal-
ais“, sem er eitt þekktasta meistara-
verk hans. Þegar myndin var sýnd
á Heimssýningunni í París 1880,
varð Rodin enn fyrir aðkasti brodd-
borgara og afturhaldsseggja. Par-
ísarbúar töluðu ekki um annað og
meira en þessa óvenjulegu mynd,
hina einkennilegu uppstillingu
persónanna og eymdarlegt útlit
þeirra. Að lokum þagnaði þó öll
gagnrýni og borgarbúar luku miklu
lofsorði á þetta frumlega verk. En
borgarstjórnin í Calais neitaði að
setja minnismerkið upp á gamla
markaðstorginu eins og ákveðið
hafði verið, en valdi þvi hinsvegar