Úrval - 01.07.1965, Side 130
128
ÚRVAL
Hópur háttsettra bandarískra fram-
kvæmdastjóra voru á fiskiveiðum í
júlimánuöi norður í Kanada og höfðu
með sér leiðsögumann af Indíána-
kyni. Það var funheitt þennan þag.
Síðdegis tók leiðsögumaðurinn að
góna upp í loftið og svo tautaði hann:
„Verða dimmt.. . . kemur rigping.. . .
fara í regnkápur." Og allir þessir
„snillingar" hlýddu sem þæg börn,
tróðu sér í regnkápurnar og biðu í
þeim, meðan á sólmyrkvanum stóð,
biðu þess, að það byrjaði að rigna.
frú Loren O’Brien
-—★
Ársþing meþódista átti að halda í
bænum okkar, og móðir mín, sem er
gift meþódistaprestinum í bænum,
átti að útvega um 500 aðkomandi
prestum húsnæði og fæði, meðan á
mótinu stæði. Því vék hún varla frá
símanum dögum saman.
Daginn áður en mótið skyldi byrja,
gaf hún sér samt tíma til þess að
setjast að borðum um hádegisverð.
Og er hún laut höfði til þess að biðja
borðbænina að venju, hóf hún mál
sitt á þennan hátt: „HALLÓ!"
-—★
E. William Henry, formaður Um-
ferðarmálanefndar Bandaríkjanna,
var heiðursgestur við hádegisverð
einn. Þar var hann kynntur sem
alveg sérstök persóna, opinber starfs-
maður, sem fjallað væri um í grein
í „Playboy", tímaritinu, sem er að
svo verulegu leyti helgað kvenlegri
fegurð. „O, ég hafði svo sem engar
áhyggjur af því, þótt um mig væri
skrifað í Playboy," sagði Henry í
ræðu sinni. „Greinin um mig var
á blaðsíðu 117. En aftur á móti hafði
ég miklar áhyggjur af Því, að það
tók mig 45 minútur að ná til grein-
arinnar. Leonard Lyons
-—★
Hlerað í strætisvagninum: „Nú er
ég búin að hafa upp á þessum dásam-
lega nýja megrunarlækni. Hann leyf-
ir manni að éta allt sem maður viil
.... bara maður borgi reikningana
hans.“ Earl Wilson
-—★
Bandarískur ferðamaður skýrði frá
því, er hann sneri heim úr EVrópu-
ferðalagi, að hann hefði séð eftir-
farandi skilti á óperuhöll einni á
meginlandi Evrópu:
RAKARINN FRÁ SEVILLA
3000 STÓLAR — ENGIN BIÐ
Cheery Chuckles
—★
Trúrækinn spekingur, er lifað hafði
langa, gagnlega ævi, dó og hélt til
hæða til þess að uppskera laun sín.
Nokkrum árum síðar fór einn af læri-
sveinum hans sömu leið, og er hann
kom yfirum, fór hann að leita að
gamla kennaranum sínum. Og honum
til mikillar ánægju fann hann hann
sitjandi á stóru skýi með yndisfagra,
ljóshærða mey í fanginu. „En dá-
samlegt!“ hrópaði lærisveinninn. „Það
gleður mig sannarlega, að sjá, að
þér hafið uppskorið þau laun, sem þér
áttuð skilið."
„Laun, ja, svei!“ tautaði sá gamli.
„Ég, sem er bara refsingin hennar!"
Libby Morris