Úrval - 01.10.1966, Síða 14

Úrval - 01.10.1966, Síða 14
12 ÚRVAL að slá föstu, þ.e. aS það sé nauð- synlegt fyrir dýrin að fá útrás fyrir bardagahvöt sína. f slíkri viður- eign fæst erfitt vandamál útkljáð, óþægilegum aðstæðum er breytt. Það er um að ræða aðlögun, líkt og svefn er aðlögun að þreytunni, át aðlögun að hungrinu. Frá stríðslokum hafa sálfræðingar og líffræðingar rannsakað ýtarlega, hvað fái menn og dýr til þess að ráðast á og berjast. Maðurinn finnur stundum neikvætt tjáningarform fyrir þessa hvöt sína í stríðum og með morðum eða jákvætt tjáning- arform með listrænni sköpun, t.d. veggmálverkunum stórkostlegu í Sixtinsku kapellunni. Það eru sömu öflin, sömu hvatirnar, sem koma mönnum til þess að berjast eða skapa listaverk. Ein fyrsta vísbendingin um, að bardagahvöt dýranna og útrás hennar væri jákvæðs eðlis kom fram árið 1938, þegar C.R. Carpent- er sendi nokkur hundruð rhesus- apa frá Indlandi til Santiagoeyju rétt hjá Puerto Rico. Þar sleppti hann þeim lausum til þess að fá tækifæri til að rannsaka, hvernig þeir kæmu sínu samfélagi á laggirn- ar og stjórnuðu því allt frá byrj- un. Þeir sveifluðu sér strax upp í trén, þegar búið var að setja þá á 'land. Og um leið byrjuðu bar- dagarnir. Karlaparnir börðust, þangað til útséð var um, hver væri hinn raunverulegi foringi. Þeir, sem lægri hlut biðu, skipuðu hver sinn sess sem honum óæðri sam- félagsverur. Nú tóku kvenaparnir að snúa sér að því að annast unga sína og tóku upp vinsamleg sam- skipti sín á milli. Það komu í Ijós dýpri og innilegri tilfinningar með- al apanna, strax og reglu hafði ver- ið komið á í samfélagi þeirra. Nú ferðuðust apahóparnir ekki eins hratt um lim trjánna sem fyrrum. Nú fóru þeir ekki hraðar en svo, að gamlir og lasburða apar gátu fylgt þeim eftir. Flestöll óæðri dýr berjast aðeins til þess eins að koma á röð og reglu í samfélagi sínu. Brezki fugla- fræðingurinn H. E. Howard komst að því við athuganir sínar á fugl- um, að fuglarnir sungu á vorin til þess að áminna aðra fugla um að virða eignarrétt þeirra til viss landssvæðis og komast þannig hjá að lenda í bardaga við eigandann. Karlfuglarnir tóku sér stöðu uppi í trjám og girðingarstólpum til þess að sýna nágrönnunum, hvar landa- merkin lægju. Það kom sjaldan fyrir, að þeir lentu í bardaga og þá því aðeins, að þessari aðvörun væri ekki sinnt. Og aldrei börðust þeir upp á líf og dauða. Oft dugði söng- urinn. Og þegar kvenfuglarnir tóku að liggja á og ungarnir að koma úr eggjunum, þagnaði hinn háværi söngur smám saman, því að nú hafði hver fugl lýst yfir því, hver landa- merki yfirráðasvæðis hans væru, og sú yfirlýsing hafði verið sam- þykkt. Ýmsar tilraunir hafa verið gerð- ar nú nýlega til þess að komast að því, hvað það er, sem helzt kemur dýrunum til að tjá bardagahvöt sína og veita henni útrás. Sálfræð- ingurinn John Paul Scott hefur komizt að því við tilraunir sínar á músum, að það er sársaukinn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.