Úrval - 01.10.1966, Page 16

Úrval - 01.10.1966, Page 16
14 ÚRVAL keppinautinum og tók að berjast við hann, strax og honum var stungið inn í búr. Bardagamýs, sem voru þjálfaðar á þennan hátt, urðu svo árásargjarnar og herskáar, að þær réðust gegn hverri þeirri mús, sem á vegi þeirra varð, jafnvel kvendýrum og ungum, en slíkt mundi engin venjuleg mús gera. Því er þannig háttað með mörg villt dýr, að komi eitthvert aðskota- dýr inn á yfirráðasvæði þeirra eða nálgist þau um of á einhvern hátt, þá er sem þau neyðist ósjálfrátt til þess að taka ákvörðun, sem er í því fólgin að berjast eða flýja. Jack Couffer kvikmyndatökumaður, sem hefur annazt kvikmyndatöku fyrir dýralífskvikmyndir Walts Disneys og skrifað hefur bókina „Song of Wild Laughter", segir þar frá gaupu sem hafði verið lokuð inni í mjög litlu búri. Fólkið, sem kom að búrinu, hafði því nálgazt dýrið um of, þannig að því fannst það verða að berjast aða flýja. Nú gat gat það ekki barizt við fólkið og hafði ekki heldur neitt rúm til flótta, og því gerðist það ofsalega taugaveiklað, þótt það hefði hingað til verið blítt og þægt uppáhalds- dýr á venjulegu heimili. Þessi sálfræðilegu seilingamörk eru mjög þýðingarmikil fyrir heil- brigði dýra þar, sem í dýragörðum dveljast. Þegar tígrisdýr og bjarn- dýr draga sig í hlé út í fjarlægasta horn búrsins, eru þau í rauninni að forðast of náin tengsl við fólkið, sem safnazt hefur saman við búrið og gerir þeim gramt í geði og hef- ur óþægileg áhrif á þau. Dýrin láta í ljós reiði sína á mis- munandi hátt, eftir því hvaða dýra- tegund þau tilheyra. Fuglarnir gera slíkt oft með því að syngja. Sumir froskar stökkva upp á bak aðskota- froska af öllum sínum þunga. Reið- ur hrútur setur undir sig hausinn. Þegar fólk veit ekki um viðbrögð húsdýra við ýmiss konar ertingu, getur slíkt komið þeim í mjög ó- þægilega aðstöðu. Nýfundnalands- hundurinn minn var yfirleitt mjög blíður og meinlaus, en samt kom það fyrir einu sinni, að hann reyndi að bíta þriggja ára gamla telpu. Ég varð hissa á þessu, vegna þess að hundurinn var því vanur, að krakkar lékju sér við hann án þess að sýna honum alltaf mikla til- litssemi. En þá tók ég eitt sinn eftir því, að lítil þriggja ára telpa nálgaðist hann aftan frá og skellti hendi sinni þéttingsfast ofan á ann- an bóg hans. Hundurinn sneri sér alveg ósjálfrátt við og var augsýni- lega í árásarhug, gerði sig jafnvel líklegan til að bíta hana. Ástæðan var sú, að litla stúlkan hafði óaf- vitandi nálgazt hann á sama hátt og hundur í vígahug. Hundar í víga- hug nálgast aðra hunda aftan frá upp á bóg andstæðingsins, þannig að hann sé höfði hærri en and- stæðingurinn. Þannig sýnir hann andstæðingnum, að hann álíti sig vera honum æðri. Slíkt er venjan meðal hunda. Við leystum þetta vandamál litlu stúlkunnar og stóra hundsins með því að ráðleggja henni að tala til hundsins, koma þannig að honum, að hann sæi, hver væri að koma, og klappa hon- um blíðlega í stað þess að skella
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.