Úrval - 01.10.1966, Side 26

Úrval - 01.10.1966, Side 26
24 ÚRVAL Það var komið upp beinum póst- samgöngum með loftbelgjum. Með- al þeirra fyrstu sem boðið var að senda bréf var ungfrú de Mont- golfier, 86 ára gömul dóttir Mont- golfiers sem fyrstur fann upp loft- belginn. Loftbelgir fóru að sigla frá París, einir tveir eða þrír á viku, venjulega frá auða svæðinu fram undan Solférinoturni efst á Montmartre-hæð eða frá Gare du Nord og Gare d’Orléans. Godard, einn af frumherjum meðal loftfara, eins og fleiri af frændum hans, var meðal þeirra sem fóru þessa ferð og var karfa hans fest neðan í tvo litla loftbelgi, sem tengdir voru saman og þar af leiðandi kallaðir Bandaríkin. Tiss- andier dubbaði upp gamlan belg sem Celeste hét og aldrei fyrr hafði getað verið lengur en 35 mínútur á lofti í einu, en á þessu farartæki komst hann þó 50 mílna leið burt frá borginni. Þegar hann flaug yfir Versali var hann svo lágt yfir jörðu að hann gat vel fylgzt með prússn- eskum hermönnum sem lágu þarna í sólbaði á grasflötunúm. Lutz, sem fór með Flórenzborg, var hætt kom- inn, því að belgurinn var rétt að segja kominn ofan í Signu, og varð hann að henda út poka með miklum hernaðarleyndarmálum. Svo ein- kennilega vildi til að þegar hann var lentur, komu þar nokkrir sveitamenn og færðu honum pok- ann. Þeir bjuggu hann út eins og kúasmala og þannig tókst þeim að komast fram hjá Prússum til Tours, aðalstöðva Frakka. Annar loftfari, sem komst í hann krappann, henti nesti sínu útbyrð- is í mistökum fyrir kjölfestu; sá þriðji stökk sjálfur en kom sem betur fór niður þar sem mjúkt var undir. Loftbelgur með áhöfn kom niður í tjörn, og urðu mennirnir að liggja í vatninu klukkutímum sam- an, meðan prússneskar byssukúlur þutu yfir höfðum þeirra, en þó sluppu þeir að lokum. Það var ekki pósturinn einn sem loftbelgirnir voru látnir bera. Einn var látinn flytja sprengiefni. Vís- indamaður fór upp í enn öðrum til að fylgjast með sólmyrkva meðan stóð á ákafasta bardaga umsáturs- ins. Þegar litið er yfir farinn veg vís- indanna, þá er það kraftaverki lík- ast, að svo margir hinna frönsku loftbelgjamanna skyldu komast lífs af. Allur útbúnaður var af frumstæðustu gerð. Sjálfir loftbelg- irnir voru hafðir úr gljábómull, af því að silki vantaði, og loftið í belgjunum var hið eldfima kola- gas, svo að þeim stóð mikil hætta af byssukúlum Prússa. Belgirnir gátu hreyfzt bæði upp og niður og í allar áttir, og engin leið var að stjórna þeim. Þeir höfðu þann miður þægilega eiginleika að þjóta í fyrstunni upp í 200 metra hæð og falla svo snögglega alveg niður að jörð. Loftfararnir urðu að standa í körfu, sem náði meðal- manni ekki nema upp undir hend- ur og var ekki rýmri en svo að tveir menn komust þar naumlega fyrir, enda var skjóllítið þar fyrir veðri og vindum og kuldinn nísti mennina inn í merg og bein. Þarfast af öllum útbúnaði loft- fara var sexkróka akkeri þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.