Úrval - 01.10.1966, Side 29

Úrval - 01.10.1966, Side 29
LOFTBELGIR Á HERNAÐARTÍMUM 27 að bráð, króknað eða endað feril sinn á steikarpönnum Prússa. Þegar fór að fréttast af því að hver loftbelgurinn eftir annan hefði komizt út fyrir víglínurnar og her- námssvæðin, fóru Prússar að leita sér ráða til að hindra þetta. Bis- mark lagði sérstaklega fyrir Alfred Krupp að smíða fallbyssu, sem grandað gæti loftbelgjum. Sagt var að hún gæti skotið þriggja punda handsprengju upp í 600 metra hæð, en loftbelgjunum vann hún ekki grand og var þeim furðu hættulítil. Snjallasta ráð Prússa gegn loft- belgjunum var að setja upp gæzlu- stöðvar allt umhverfis borgina, sem símuðu frá sér stefnu loftbelgjanna. Síðan voru riddaraliðssveitir hafðar til taks og sendar til að taka við loftbelgjunum þegar þeir kæmu til jarðar. Þessi nýja aðferð fór fljótt að bera árangur, og Frökkum fór ekki að lítast á blikuna. Það var ákveðið að senda belgina eingöngu um næt- ur. En af þeirri ákvörðun leiddi sumar þær sögulégustu loftferðir, sem um getur. Arkimedes lagði af stað klukkan 1 eftir miðnætti aðfaranótt 25. nóv. og kom niður í Hollandi og hefði óefað lent í Norðursjónum, ef hann hefði haldizt nökkrum mínútum lengur á lofti. Ville de Paris lenti í Wetzlar í Þýzkalandi en áhöfnin hélt sig vera komna til Belgíu, og fimm dögum síðar kom Chanzy nið- ur í Bæjaralandi eftir átta stunda flug. En frægust allra ferða var sú sem Ville d’Orléans fór. Það var kaldhæðni örlaganna að þessi loftbelgur skyldi einmitt eiga að flytja með sér áætlunina um útrás frá París, svo að aðalherinn gæti gert árás samtímis. Þetta var 33. loftbelgurinn, sem fór frá París, og Trochu hershöfðingi setti traust sitt á loftfarana tvo, Rolier og Béz- iers, en þeir áttu að gæta leyndar- skjalanna. Belgurinn fór upp skömmu fyrir miðnætti 24. nóvem- ber, en útrásin átti að verða 29. nóvember. Þegar dagur rann, sáu loftfararnir ekki annað en þoku fyrir neðan sig og eygði hvergi í gegnum hana. En þeir höfðu lagt af stað í hægum suðaustanvindi og héldu að þeir væru yfir hinum óhernumdu héruðum Norðvestur- Frakklands. f kyrrð háloftsins greinast fjar- læg hljóð vel og nú fór Béziers að finnast sem hann heyrði jafnt og sífellt skrölt frá járnbrautarvögnum í fjarska. Þokunni létti og loft- fararnir voru lostnir furðu og skelfingu, því að þetta hafði verið ölduniður. Béziers skrifaði, í leiðar- bókina: „Haf framundan og dauð- inn bíður okkar.“ Belgurinn sveif áfram og um níu- leytið var allt óbreytt. Loks sáu þeir þó nokkur skip á siglingu. Rolier lækkaði flugið eins og hann þorði, og lét 100 metra langan kað- alinn síga, í von um að skipsmenn reyndu að grípa endann. En það bar ekki á því að þeir kærðu sig neitt um að hjálpa þeim, og sáu loft- farar sér þann kost vænstan að reyna aftur að hækka sig með því að kasta þunga útbyrðis. Meðal þess, sem þannig fór, var 130 punda bréfpoki, en í honum voru hinar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.