Úrval - 01.10.1966, Page 35

Úrval - 01.10.1966, Page 35
FRAMÞRÓUN MANNSINS 33 Hollenzki rannsóknarréttardóm- arinn Titelmann reyndi að losa vit- skertan villutrúarmann, Bertrand Le Blas að nafni, við hina illu anda á eftirfarandi hátt á síðari hluta 16. aldar: Le Blas var dreginn á markaðstorgið á rimlafleka og munni hans lokað með járnkefli. Hægri hönd hans og fótur voru brennd og snúin af honum með glóandi járnhlekkjum. Tunga hans var rifin úr honum allt frá rótum. Hendur hans og fætur voru bundin fyrir aftan bak, og þannig var hann látinn hanga yfir hægum eldi, þang- að til hann var alveg steiktur. Því miður hélt vesalings vitskerti mað- urinn lífi, meðan á pyndingunum stóð, þannig að hann var steiktur lifandi yfir eldinum. HRYLLINGUR TIL SÝNIS Eftir 1750 tók sú trú manna að réna, að djöfullinn sjálfur hefði tek- ið sér bólfestu í vitskertu fólki. En samt var hægt að segja, að hlut- skipti hinna vitskertu hafi batnað. Geðveikrahæli Frakklands og Eng- lands á 18. öld voru bústaðir ógna og hryllings, sem voru opnir kvala- sjúkum lýð honum til skemmtunar. í Bedlam, vitfirringahæli einu í Lundúnum, voru órólegir og ofsa- fengnir sjúklingar stöðugt hlekkj- aðir í þröngum kössum, sem líktust líkkistum, eða festir við vegginn með hálshringjum úr járni. Rottur og alls konar skorkvikindi ásóttu þessa vesalinga. Alþýða manna gat keypt sig inn fyrir eitt penny, og gestir þessir og verðirnir egndu vesalingana og kvöldu, þangað til þeir slepptu sér í magnlausri ofsa- reiði. Fyrstu tilraunir til raunverulegr- ar lækningar sjúklinga þessara ein- kenndust jafnvel einnig af tölu- verðri grimmd, þar eð sú hugmynd var ríkjandi á þeim tíma, að það væri því aðeins hægt að lækna þá, að þeir væru hræddir og skelfdir í svo ríkum mæli, að þeir fengju vitið aftur. Sjúklingar, sem sendir voru í fyrsta sinni á geðveikrahæli í Þýzkalandi á 19. öld, voru dregnir yfir málmbrú með hræðilegum há- vaða, og síðan voru þeir togaðir með köðlum efst upp í háan turn. Og úr þessum turni voru þeir skyndilega látnir falla niður í dimma gröf. Lækningaaðferð þess- ari var lýst með eftirfarandi orðum: „Sé hægt að láta sjúklinginn falla á þann hátt, að hann lendi á meðal snáka og höggorma, hefur hann betra af þessu.“ „Hið óvænta bað“ var ein þess- ara hryllilegu „Lækningaaðferða". Stríðri bunu af ísköldu vatni var beint að neðsta hluta hrygglengj- unnar, þangað til sjúklingurinn missti meðvitund. Önnur „vatns- lækning" var í því fólgin, að hinn vitskerti var afklæddur og látinn síga niður í djúpan brunn, og síðan var vatnsyfirborð brunnsins látið hækka smátt og smátt, þangað til sjúklingurinn varð alveg óður af ótta. Frumstæð fáfræði og ótti eru þau öfl, sem ala grimmd með mönn- um, og þar er ekki fyrr en hinar illu kenndir, sem upp úr þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.