Úrval - 01.10.1966, Page 41

Úrval - 01.10.1966, Page 41
PÁLL POSTULI 39 þrönga .gjá, sem straumhörð fall- vötn féllu eftir með himinháum björgum til beggja handa og þar sem búast mátti við ræningjum á næsta leiti. Hann ferðaðist venju- lega, fótgangandi. Mörg var nú nótt- in, sem hann varð að eyða í rökum hellum. Ofsastormar, snjór og hríð- ar, slydda og rigning voru stöðug- ir óvinir hans. En hinn ofsalegi viljastyrkur hans og ósveigjanlegur ásetningur gæddi hann krafti og styrk til þess að halda áfram ó- trauður. Vissulega „stofnaði hann lífi sínu í hættu“ fyrir Krist. Hann sló ekki hendinni gegn framlögum þeim, er honum bárust, en hann vann samt fyrir sér við tjaldgerð, hvenær sem slíkt reynd- ist unnt. í Korinþuborg, hinni blóm- legu grísku verzlunarborg, gekk hann t.d. í félag við hjón ein frá ftalíu. Tjaldsaumaverkstæði þeirra, sem var opið á þeirri hlið, er að strætinu vissi, var sem sniðið fyrir tilgang hans. Þeir sem um strætið fóru, stönzuðu þar til þess að ræða við hann, kaupmenn, iðhaðarmenn og þrælar, heimspekingar og slæp- ingjar, konur, sem voru að sækja vatn, og sjómenn neðan frá höfn- inni. Og hinir sterku persónutöfrar Páls, hinn magnþrungni persónu- leiki hans, leiftrandi mælska hans og sérstæður hæfileiki til þess að komast vel að orði, allt fékk þetta fólk til þess að staldra við eða koma aftur til þess að ræða við hann. Og brátt kviknaði með fólki þessu sú kennd, að það „tilheyrði" nýju sam- félagi manna, sem sameiginleg von batt sterkum böndum. Það væri rangt að hugsa sér þess- ar fyrstu kristnu sellur sem virðu- lega söfnuði við sunnudagsmessu. Meiri hluti þeirra tilheyrði hinum mikla skara hinna lítilsvirtu og fá- tæku, og því voru hinir frelsuðu heiðingjar Páls oft allmislitur söfn- uður. Hann varð því tíðum að tala um fyrir þeim og reyna að fá þá til þess að snúa frá villu síns veg- ar. „Lát þann, sem stelur, ei stela framar," skrifar hann, „heldur lát hann starfa, vinna með höndum sín- um.“ Og: „Leggið niður allt þetta: reiði, illgirni, guðlast og saurugt tal, er fram af munni yðar gengur.“ GIMSTEINUM PRÝDD Páll hefur líklega byrjað að skrifa bréf sín eða pistla, þegar hann dvaldi fyrst í Korinþuborg árið 51 e. Kr. Þessir sérstæðu bók- menntafjársjóðir, sem nú mynda einn hluta Nýja-testamentisins, eru í rauninni fyrstu skráðu frásagn- irnar, sem snerta tíma frumkristn- innar, því að guðspjöllin höfðu enn ekki verið gefin út, þegar Páll skrifaði þessi bréf sín. Þau eru samin á grísku og stíluð til nýrra safnaða eða einstakra safnaðarmeð- lima. Það var ekki ætlazt til, að þau mynduðu samfellt verk í sam- einingu. En þau eru samt tengd saman með samfelldum þræði trú- arlegrar hugsunar, og sú staðreynd gerir Pál í rauninni að fyrsta kristna guðfræðingnum. Og þau bera þess einnig vitni, að í sál hans, sem rúmaði hinar háleitu hugsanir, var einnig rúm fyrir ríka mannúðarkennd, tillitssemi og ver- aldlega vizku. Ýmis spakmæli, er snerta daglega lífið, prýða rit hans,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.