Úrval - 01.10.1966, Síða 43

Úrval - 01.10.1966, Síða 43
PÁLL POSTULI 41 til þess að beita öllum löglegum brögðum til þess að bjarga lífi sínu. Þegar varðliðsforinginn skipar, að hann skuli húðstrýktur, en þannig var farið með nýlendubúa við yfir- heyrslur, snýr Páll sér að einum hermannanna og segir rólegur: „Er það löglegt, að þú húðstrýkir mann, sem er Rómverji?“ Rómverskur þegn! Þá hlýtur að hafa sett hljóða við þessi orð hans. Enginn dró þessi orð hans í efa. Það var hægt að ganga úr skugga um slíkt. Nú ákveður hinn áhyggju- fulli varðliðsforingi að hætta ekki á neitt frekar í þessu máli. Hann sendir Pál ásamt allstórum hóp varðmanna til Caesareu, aðseturs Felix, rómverska landsstjórans. I tvö ár samfleytt frestar Felix að taka ákvörðun í máli Páls. En Por- cius Festus eftirmaður hans yfir- heyrir hann til undirbúnings opin- berum réttarhöldum vegna þrá- beiðni æðsta prests Gyðinga. Vildi Páll samþykkja, að réttarhöldin færu fram í Jerúsalem, þar eð auð- veldara væri að rannsaka þar og sannprófa þær trúmálalegu ásakan- ir, sem bornar höfðu verið fram gegn honum? Páll þekkir sitt eig- ið lögmál: „Ég hef ekki framið neinar misgerðir gagnvart Gyðing- um. Enginn hefur vald til þess að afhenda mig þeim. Ég skýt máli mínu til Cæsars.“ „Ó, DAUÐI, Ó GRÖF!“ Og þannig færist málið úr hönd- um Festusar. Þar eð fanginn hefur notfært sér þennan ófrávíkjanlega rétt sinn, er hann sendur til Róma- Dorgar, og skal mál hans tekið þar fyrir af æðsta dómstóli keisarans. Varðmenn fylgja honum á skips- fjöl, en á leiðinni verður hann skip- reika. Að lokum kemst hann þó til Rómaborgar, og þar situr hann í vægu gæzluvarðhaldi, nokkurs kon- ar stofufangelsi, „og boðar konung- dæmi Guðs, og enginn maður bann- aði honum slíkt.“ Hvað gerðist næst? Um það eru ekki til skráðar heimildir. Margir nútíma fræðimenn álíta, að réttar- höld hafi farið fram yfir Páli og hann hafi verið sýknaður. Sam- kvæmt frásögn höfunda á dögum frumkristninnar fór hann í enn eina ferð og komst allt til „endimarka hins vestræna heims“ eða til Spán- ar og lagði af stað aftur til síns elskaða safnaðar í Asíu til þess að heimsækja hann í síðasta skipti. Einmitt á þeim tíma náðu ofsóknir Nerós á hendur kristnum mönnum hámarki sínu. Nú var Páll um sex- tugt og orðinn heimsfrægur, er hann var handtekinn enn einu sinni og fluttur til Rómaborgar. Sagt er, að Neró hafi sjálfur setið í dómara- sætinu og dæmt hann til þess að hálshöggvast með sverði. „Ó, dauði, hvar er broddur þinn? Ó, gröf, hvar er sigur þinn?“ Hin gamla kempa, sem hafði eitt sinn hvatt kristna menn með orðum þessum, hefur sjálfsagt tekið dauða- dómi sínum rólegur í bragði. Þrjár litlar minningarkirkjur voru reist- ar í eucalyptuslundi nálægt Róma- borg á stað þeim, þar sem sagt er, að höfuð Páls hafi fallið til jarðar og tekizt á loft samtals þrisvar sinn- um, en í hvert sinn hafi lind sprott- ið upp, þar sem það kom til jarðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.