Úrval - 01.10.1966, Síða 47

Úrval - 01.10.1966, Síða 47
GUL HITASÓTT 45 hitasótt er talin vera hin örugg- asta, hættuminnsta og vara lengst af öllum þeim fjölmörgu bólusetn- ingum gegn sjúkdómum, sem hafð- ar eru um hönd nú á dögum. f Mið- og Suður-Ameríku og í Afríku hafa verið gerðar hundruð milljóna af bólusetningum. Vestan Atlantshafs er veikin orðin afar sjaldgæf. Öðru máli er að gegna í Afríku. Gul hitasótt átti sér fastan sess í höfnum í Vestur-Afríku, þar sem Evrópumenn sönnuðu tilveru veik- innar með því að deyja úr henni. Inni í landi í Vestur-Afríku gusu stundum upp minniháttar faraldrar, eða einstök tilfelli meðal aðkomu- manna. Sjaldan bar það við að heimamenn fæddir í landinu fengi veikina, svo að faraldur mætti kall- ast. Hún var óþekkt í Mið-, Austur- og Suður-Afríku. Árið 1930 tókst Max Theiler, sem líklega hefur ver- ið hinn fremsti af öllum veirufræð- ingum, að finna „músaprófið", sem segir til um það með öruggri vissu, hvort maður hefur fengið gula hita- sótt. Þetta próf sýnir það að ónæmi gegn veikinni er algengt í skógar- svæðinu í Vestur-Afríku og um- hverfis miðjarðarbaug, og í Uganda og Súdan, og jákvætt próf fannst hjá fólki allt suður til Bechuana- lands, Norður-Rhodesiu og Nyasa- lands. Ekki hafði nokkur maður vitjað læknis né verið lagður inn á spítala með veiki þessa á þessu svæði, að heitið gæti, og enn er veikin óþekkt annars staðar en í Vestur-Afríku. nema í Súdan. Árið 1940 gaus veikin upp í Nuba-fjöll- um (Kordofan) og dóu 1627 svo vit- að sé. Árið 1959 gaus hún upp við Bláu Níl, og fluttist þaðan til Ethi- ópiu, og 1961 geisaði sóttin yfir mestallan suðvesturhluta landsins. Þetta var hin skæðasta sótt, og dóu 85% af þeim sem veikrtust, aflls 15.000. Veikin má teljast landlæg þarna, því aparnir hafa hana. Moskítóflugur, sem borið geta veikina, eru í ýmsum löndum í hita- beltinu, þó veikin hafi aldrei bor- izt þangað. Ef hún bærist til Ind- lands, yrði hún ákaflega skæð, og þessvegna er ekki slakað á sótt- vörnum, og allir bólusettir, sem ætla til þeirra landa þar sem hætta er talin á veikinni. Aedes Aegypti er auðvelt að út- rýma á þeim svæðum, þar sem að- gerðum sem til þess þurfa verður við komið, en ekki í strjálbýli og frumskógum. Apar munu ætíð hafa veikina, þessvegna er stöðug hætta á að hún gjósi upp þar sem lofts- lag leyfir að flugur þessar þrífast. En sem betur fer hafa aðgerðir gegn veikinni borið góðan árangur, bæði bólusetningin og annað, svo að lít- il hætta ætti að vera á því að neinn stór faraldur gangi. En samt er betra að vera við öllu búinn, það sýnir faraldurinn í Etíópíu. Viðskiptavinur: „Er þetta svefnlyf i raun og veru kraftmikið?" Lyfsalinn: „Já, herra. Við gefum vekjaraklukku með hverri flösku.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.