Úrval - 01.10.1966, Page 54

Úrval - 01.10.1966, Page 54
52 gogginum. Fuglinn baðaði æðislega út vængjunum og reyndi allt hvað af tók að losa eitt agnið, sem fest var í hattbarðið, en agn þetta leit einmitt ut eins og hornsíli. Veiði- maðurinn spratt á fætur og starði sem þrumu lostinn á þennan vængj- aða ræningja. Þetta var fiskikóng- ur, en sá fugl er eilítið stærri en venjulegur rauðbrystingur. Fugl- inn gat ekki losað hornsílisagnið úr hattbarðinu og lét því hattinn detta niður í ána. Svo flaug hann að trjágrein, settist þar og byrjaði að ausa skömmunum yfir hattinn og eiganda hans. Og hann dró sann- arlega ekki af raddstyrknum. ;,Ég hef aldrei séð slíkan frekju- fugl! sagði vinur minn við mig síðar. „Fyrst rændi hann hattinum mínum og síðan jós hann yfir mig skömmunum í hálftíma. Hann réð- ist jafnvel gegn mér nokkrum sinn- um, eftir að mér hafði tekizt að ná í hattinn. Hann flaug alveg nið- ur að mér, svo að hann straukst næstum við mig. Ég hélt, að hann ætlaði að ná hattinum af mér aft- ur.“ Ég var ekki tiltakanlega hissa á þessu frekjulega framferði fugls- ins. Fiskikóngurinn er einn fífl- djarfasti fuglinn, sem hefur að- setur sitt við vötn og ár Norður- Ameríku, þótt hann sé aðeins 13 þumlungar á lengd. Hann sýnir sjaldan ótta né lotningu gagnvart nokkurri skepnu, hvort sem hún er fleyg eða ferfætt og hið sama gild- ir um sjálfan manninn. Fiskikóng- urinn virðist ekki heldur óttast hann. Þegar hann hefur eignað sér visst veiðisvæði við á eða vatn, ÚRVAL reynir hann sitt ýtrasta til þess að reka burt hvern þann innrásar- segg, sem virðist ekki ætla að virða yfirráðarétt hans yfir svæðinu. Og þá dregur hann ekki af sér. Það gildir einu, þótt um sé að ræða aðra fiskikónga. Þeir fá sömu mót- tökur. Aðeins maki hans og ungar eru velkomin í ríki hans. Ég hef séð fiskikónga reka uglur og jafn- vel fjögurra feta háa bláhegra burt af yfirráðasvæðum sínum. Fiskikóngurinn ber nafn með réttu. Hann er ein fullkomnasta „fiskveiðivél“ náttúrunnar. Hann þýtur áfram í 3—50 feta hæð yfir yfirborði vatnsins, þangað til hin fránu augu hans eygja fórnardýr. Þá stingur hann sér beint niður og skellur niður í vatnið með mikl- um gusugangi. Augnabliki síðar kemur hann aftur upp á yfirborðið, blautur en sigri hrósandi, með spriklandi smáfisk í gogginum. Stundum kýs hann að bíða, og þá oft í 50 feta hæð, annað hvort í tré eða á brúarhandriði uppi yfir vatnsyfirborðinu, þangað til hann sér heppilega „máltíð“ synda fram hjá. Þá breytir hann sér bara í geigvænlegt flugskeyti. Sé fórnar- dýrið nógu lítið gleypir hann það tafarlaust. En sé það stórt og með mörgum stórum beinum, ber hann það í gogginum til hvílustaðar síns og aflífar það með því að slá því nokkrum sinnum fast við trjágrein eða staur. Miðun fiskikóngsins er ofboðs- lega nákvæm. Ég sá einn eitt sinn veiða 23 hornsíli. Og til þess þurfti hann aðeins að dýfa sér 23 sinnum. í einni ferðinni var hann að bera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.