Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 56

Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 56
54 ÚRVAL í ljós gleði sína með því að fljúga í glæsilega hringi og sveiflur og reka upp þau hæstu hljóð, sem ég hef heyrt úr barka nokkurs fiski- kóngs. Það var sigurhrós í röddinni. Og upp frá þessari stundu var ekki lengur um neina mótspyrnu að ræða hjá henni. Hún teygði daðurs- lega fram gogginn, glennti upp gin- ið og þá . . annað hornsíli.... og svo þrjú í viðbót. Leiðin að hjarta ungfrúarinnar virtist liggja í gegn- um maga hennar. Það kemur fljótlega í ljós eftir ásókn karlfuglsins og eðlunina, hvers vegna kvenfuglinn velur sér maka, sem er bæði herskár og dug- legur að draga björg í bú. Flestir fiskikóngar gera sér hreiður á ár- bökkum. Þeir grafa jarðgöng, sem eru venjulega um 5 fet á lengd, en samt er vitað til þess, að þau hafi náð allt að 15 feta lengd. Og innst inni í jarðgöngum þessum verpir kvenfuglinn 5—8 gljáandi hvítum eggjum. Þetta er hættulegasti tím- inn í lífi fiskikónganna. Það er að- eins eitt op á jarðgöngunum og eggin og móðirin eru 1 stöðugri hættu vegna hreysikatta, vatna- rotta og snáka, þangað til ungarn- ir geta byrjað að sjá um sig sjálf- ir næstum tveim mánuðum síðar. Allan þann tíma leggur heimilis- faðirinn til matinn. Hann ber horn- síli, froska og fljótakrabba til hreiðursins í stríðum straumi. Og hann flýgur eins hljóðlega og hon- um er unnt. Hann lætur það jafn- vel á móti sér að þegja til þess að forðast þannig að draga athygl- ina að sér og hreiðrinu. Dag einn heyrði ég óskaplegan hávaða í tveim fiskikóngum ná- lægt hreiðri, sem ég hafði fylgzt með um tíma. Ég flýtti mér á stað- inn og sá 5 feta langan, svartan snák skríða í áttina til jarðgang- anna. Foreldrarnir stungu sér nið- ur að honum og tættu hann og rifu með gogginum, en snákurinn virt- ist ákveðinn í, að ungarnir skyldu verða máltíð hans þennan daginn. Nú átti hann aðeins eftir eitt fet að opinu. Það leit svo út sem hann mundi ganga með sigur af hólmi. En þá settist hinn örvænt- ingarfulli faðir á jörðina, aðeins nokkrum þumlungum frá munni snáksins. Fuglinn gerði svo mikinn hávaða, að snákurinn setti sig í stellingar og hjó til hans æ ofan í æ. Það munaði jafnan aðeins hárs- breidd í hverju höggi. Snákurinn varð nú svo reiður og fastákveðinn í að hæfa fuglinn, að fuglinum reyndist það auðvelt að lokka snák- inn langt í burt frá hreiðrinu, og hjálpaði móðirin honum í þessu efni. Ungu fiskikóngarnir fimm, sem höfðu sloppið svo naumlega, lærðu fljótlega að fljúga, eftir að fjaðr- ir þeirra höfðu vaxið hæfilega til slíks. Þeir eltu móður sína upp á trjágreinar neðarlega á trjábol og biðu þar svo, meðan foreldrarnir veiddu handa þeim og færðu þeim matinn. Dag einn þegar faðirinn var að fljúga með hornsíli til þeirra, rak móðirin upp reiðigarg og rak maka sinn til trés eins, sem var alllangt í burtu. Hann var alveg hissa á aðförum hennar. Svo veiddi hún nokkra fiska, rotaði þá og lét þá detta niður í ána beint fyrir neðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.