Úrval - 01.10.1966, Síða 60

Úrval - 01.10.1966, Síða 60
58 ÚRVAL nauðsynlegum undirbúningi. Einn kennari notar þennan framburð, annar hinn, og fer það venjulega eftir því, hvaðan menn eru ættaðir af landinu; og sama máli gegnir auðvitað um okkur leikara, presta, þingmenn, útvarpsþuli og aðra þá, er skilyrði hafa til að móta fram- burð öðrum fremur. En það er satt að segja ekki vanda- laust fyrir erlendan stúdent, sem kemur hingað til fslands til þess að læra að tala málið. Af kennslubók- um í íslenzku fyrir útlendinga er tæplega um annað að ræða en bók dr. Stefáns Einarssonar annars veg- ar og hins vegar bók Sigfúsar Blön- dals, bókavarðar. En guð hjálpiþeim stúdenti. sem ætlar að notfæra sér báðar bækurnar, því þá Stefán og Sigfús greinir á um aðalatriði þessa máls. Hefur hvor sinn framburð. Er þetta gott dæmi um ósamræmið og óreiðuna, sem ríkir í þessum efnum á íslandi. Þeim, sem hafa haft eðlilegar á- hyggjur út af þessu ófremdarástandi tungunnar var því óblandið gleði- efni, þegar dr. Björn Guðfinnsson hóf rannsóknir sínar á íslenzkum framburði. En upphaf þess máls var það, að á haustþinginu 1939 hafði verið áætlað nokkurt fé á fjárhags- áætlun Ríkisútvarpsins „til málfegr- unar eftir fyrirmælum kennslumála- stjórnarinnar", eins og komizt var að orði. Var þetta í fyrsta sinn, sem fé var veitt til mállýzkurannsókna á íslandi. Tveim árum síðar, eða 1941, eftir að rannsóknir voru hafnar, kom í 1 jós, að frekari fjárveitingar væri þörf, en þáverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson, sem einnig fór með kennslumálin, hljóp þá undir bagga og veitti aukinn styrk til greiðslu ferðakostnaðar við mál- lýzkurannsóknirnar, og árið 1946 kom svo út fyrsta bindi dr. Björns um mállýzkur, þar sem saman voru teknar niðurstöðurnar af rannsókn- um hans. Má segja, að rit þetta hafi ekki verið byggt á sandi, því dr. Björn og aðstoðarmenn hans rannsökuðu framburð um það bil 10.000 manns, víðs vegar um land, og var fram- burður hvers hljóðhafa skráður á sérstakt spjald. Dr. Björn hugsaði sér þetta fyrsta bindi af tveim eða þrem, en hann var lengst af heilsu- veill maður og lézt fyrir aldur fram, áður en hann fengi lokið þessu mikla menningarstarfi. Var það stór- skaði þessu merka máli, er hann féll frá, því hann hafði sterkan áhuga á samræmingu íslenzks framburðar og var manna bezt til þess fallinn að stjórna hinum umfangsmiklu og tímafreku rannsóknum, sem nauð- synlegar eru til undirbúnings þess að við eignumst skynsamlegan og fagran fyrirmyndarframburð á ís- lenzku. II. Skal nú aðeins drepið á það, hvernig dr. Björn Guðfinnsson sneri sér í framburðarmálunum að lokn- um mállýzkurannsóknum sínum; er hér einungis rúm til að minnast á nokkur meginatriði. Hann valdi úr átta mállýzkuflokka, en þeir voru þessir: 1) harðmæli — linmæli,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.