Úrval - 01.10.1966, Side 62

Úrval - 01.10.1966, Side 62
60 ÚRVAL ekki kvalur, kvítur, kvolp- ur. 3) tapa, Iáta, sækja, aka, en ekki taba, láda, sægja, aga. III. Jafnhliða þessari samræm- ingu skal stuðla að varð- veizlu fornra og fagurra mál- lýzkna, sem enn ber nokkuð á í landinu og komið gæti til greina, að síðar yrðu felldar inn í hinn samræmda fram- burð. (Þ.e. sérstaklega rn, ri- framburðinn skaftfellska og raddaða framburðinn norð- lenzka. Síðan ég hóf að kenna leiklistar- nemum og öðrum framsögn og upp- lestur 1947, hef ég jafnan lagt á- herzlu á þetta þrennt, sem einmitt kemur fram í tillögum dr. Björns, það er réttmæli sérhljóða, hv-fram- burð og harðmæli. En það sem mér kann að hafa tekizt að kenna í þess- um efnum hefur fljótlega gleymzt, þegar nemendur héldu áfram námi í öðrum skólum eða tóku að leika í leikhúsum þar sem enginn skeytti um fagran framburð íslenzkrar tungu. Það liggur vitanlega einnig í augum uppi, að í þessu stórmáli fá einstakir kennarar ekki rönd við reist tilhneigingunni til að lina og fletja framburðinn. Það er skylda þeirra sem stjórna menningarmálum þjóðarinnar að taka nú þegar ákveðna afstöðu til þessa máls. Þetta er menningarmál, sem þolir enga bið; það hefur þeg- ar dregizt alltof lengi. Hér er hætta á ferðum, sem nauðsynlegt er að horfast í augu við, þróun sem þarf að stöðva, því með óbreyttu ástandi er aðeins tímaspursmál hvenær t.d. harður framburður er horfinn með þjóðinni og sama er að segja um hv-framburðinn. Rannsóknir dr. Björns Guðfinnssonar hafa sýnt, svo ekki verður um villzt, að hvoru- tveggja framburðurinn er á undan- haldi. Ef ekki verður aðhafzt í þess- um málum verður að líta svo á, að stjórn fræðslumála sé þessari þróun samþykk, en ég hef ástæðu til að ætla allt annað. III. Þá kem ég að því, sem hneykslar mig einna mest í meðferð mælts máls, en það er sú staðreynd, að fæstir íslendingar eru læsir, a.m.k. ekki í þeirri merkingu, sem ég legg í orðið ,,læs“. Það eina, sem við græðum á lestr- arkennslu skólanna er að læra að skilja ritað mál. En er það að vera læs? Á læs maður ekki að vera fær um að lesa upphátt fyrir aðra með þeim hætti, að mál hans skiljist? Er það nokkur lestur að geta borið fram orð, sem hefur verið raðað saman í setningar, en hafa svo á- herzlur meira eða minna brenglað- ar, þannig að næstum ómögulegt er að átta sig á því, hvaða hugsun setningin hefur að geyma? Er það nokkur kunnátta í lestri að hafa ekki hugmynd um eðlilega hrynj- anditungunnar? Venjulegur fslendingur, sem les upphátt, þylur orð í stað þess að flytja hugsanir; það er mergurinn málsins. Fyrst og fremst verða kenn- arar að gera sér Ijóst, hverju marki þeir hyggist ná með lestrarkennslu sinni. Það er þraut að hlusta á lest- ur flestra manna. Það er einna lík-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.