Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 67

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 67
FRANK LLOYD WRIGHT 65 komið í einkaskóla og hann fór að safna skrýtnum steinum og teikna myndir með litblýöntum. Um svip- að leyti vakti móðir drengsins hjá honum þann áhuga á byggingum, sem entist honum alla ævi og bar svo ríkulegan ávöxt. Hún keypti handa honum kubbastokk til að leika sér að og Frank litli hafði ekki af öðru meiri skemmtun en að raða kubbunum og byggja úr þeim. Eitt sinn, þegar hann var kominn á efri ár, sagði hann: „Mér finnst ég hafa verið að handleika þessa kubba allt mitt líf.“ En brátt tók að syrta í álinn fyrir Wrightf j ölskyldunni. William var því marki brenndur, að una aldrei sama starfinu til lengdar. Hann hætti prestsstarfinu og fór að kenna söng. Hann fluttist með fjöl- skyldu sína borg úr borg og setti loks á stofn söngskóla í Madison, höfuðborg Wisconsinríkis, en það fyrirtæki komst fljótt í þrot. Sam- búð hjónanna varð stöðugt erfiðari og að lokum bað Anna eiginmann- inn að fara af heimilinu, hún skyldi sjá fyrir - börnunum. William lét ekki vísa sér á dyr nema einu sinni: Hann tók fiðluna sína og hvarf á brott og hvorki Anna né börnin sáu hann upp frá því. Með- an á þessu gekk var Frank ásamt systrum sínum tveim í barnaskóla Anna varð að vinna fyrir heimilinu með kennslustörfum. Árin liðu og að því kom að Frank hóf nám við háskólann í Madison, þar sem hann meðal annars lagði stund á byggingarlist. Hann var ó- þolinmóður í háskólanum og lang- aði að komast til Chicago. Hann skrifaði móður sinni: „Það eru stór- ar byggingar í Chicago og þar er þörf fyrir mikla arkitekta. Ég ætla að verða mikill arkitekt og Chi- cago þarfnast mín. Ég verð að fara þangað, mamma. Það er ekkert fyrir mig að gera hér.“ Og árið 1877 hélt Frank Lloyd Wright síðan til Chicago tæplega tvítugur að aldri. Hann varð að fá lánað fyrir farinu með lestinni og hafði ekki annan farangur en nokkrar bækur, sem honum voru dýrmætar. Þegar hann kom til borgarinnar, var hann gersamlega peningalaus og varð því að fá sér vinnu tafarlaust. Hann var heppinn, því að honum tókst að ráða sig sem teiknara hjá arkitekti nokkrum fyrir átta dollara kaup á viku. Tutt- ugu árum áður en Frank kom til Chicago hafði eldsvoðinn mikli lagt borgina í rústir og verkefni fyrir arkitekta voru óþrjótandi. Lánið var hliðhollt bæði Frank Lloyd Wright og Chicagoborg, því að upp úr brunarústum úthverfanna risu nýj- ar byggingar, sem báru snilld hans fagurt vitni. Það voru margir milljónamæringar í Chicago og þeir spöruðu ekkert til að íbúðarhúsin og verzlanahallirnar, sem þeir létu reisa, væru með sem mestum glæsi- brag. Það var nógu mikið af góðum arkitektum í borginni, en það var aðeins einn, sem bar af öllum hin- um að áliti Franks. Það var hinn kunni Louis Sullivan, sem þá var að skipuleggja mikla húsasamstæðu í borginni. Sullivan þurfti á teiknara að halda vegna þessa mikla verks og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.