Úrval - 01.10.1966, Page 68

Úrval - 01.10.1966, Page 68
66 ÚRVAL Frank sótti um starfið. Þegar Sulli- van hafði litið á teikningar Franks, sagði hann: „Þetta er teiknað eftir fyrirmynd, er ekki svo?“ „Nei,“ svaraði umsækjandinn, „ég gerði það fríhendis." Hann var ráðinn þegar í stað og vann næstu sex ár- in hjá Sullivan. Hann kynntist fal- legri, ungri stúlku, Katrínu Toblin, og gekk að eiga hana, enda þótt íjölskyldur beggja væru andvígar ráðahagnum. Árið 1893 hætti Frank að starfa hjá Sullivan og setti á stofn sitt eigið fyrirtæki. Hann fékkst eink- um við að, teikna íbúðarhús, enda er talið að snilld hans hafi hvergi notið sín betur en á því sviði.'Hann hafði þeg'ar byggt sér hús og nú reisti hann sér vinnustofu, sem var tengd húsinu með gangi. Við þenn- an gang var það athyglisvert, að hann var byggður kringum pílvið- artré og stóð stofninn upp úr þak-< inu. Eftir því sem álit Franks óx og efnahagur hans batnaði, stækk- aði líka barnahópurinn. Hann átti sex börn með Katrínu, en þó yfir- gaf hann hana síðar vegna annarrar konu, frú Cheyney, sem varð sam- búðarkona hans xrm hríð. Árið 1914 gerðist mikill harm- leikur á heimili Franks. Dag nokk- urn, þegar hann var staddur í Chi- cago ásamt einum sona sinna, varð einn þjónninn á Keimilinu skyndi- lega brjálaður. Hann þreif öxi og hjó frú Cheyney og sex aðra heim- ilismenn til bana; hann kveikti síð- an í húsinu og framdi loks sjálfs- morð. Þessi hræðilegi atburður fékk svo mikið á Frank, að hann varð aldrei samur maður síðan. Þrátt fyrir margskonar erfiðleika í einkalífi sínu, naut Frank stöðugt meira álits og jafnframt óx öfundin og óvildin í hans garð af hálfu keppinautanna. Það var á árum fyrri heimsstyrj- - aldarinnar að honum var falið að teikna Imperialhótelið í Tokyo. Allt frá því er hann kom í fyrsta sinn til Japan árið 1905 hafði hann verið hrifinn af byggingarlist japönsku þjóðarinnar, en það sem hreif hann mest voru hin nánu tengsl bygg- inganna og umhverfisins. Japanir voru stórhrifnir af frumdráttum Franks og hann var beðinn að teikna hótelið. Hann hafði nú kynnst konu nokkurri, Miriam Noel, og fór hún með honum til Japan, þegar hann fór að vinna að hótelteikningunni. Hann var á sí- felldu ferðalagi milli Bandaríkj- anna og Japan í sjö ár. Stuttu eftir skilnað hans og Katrínar og ári eftir að hótelbyggingunni var lokið 1922, giftist hann frú Noel. Þau héldu brúðkaup sitt drungalegan nóvemberdag og hjónavígslan fór fram á mjög einkennilegan hátt. Frank Lloyd Wright og brúður hans voru gefin saman á miðri brúnni yfir Wisconsinfljótið, en það átti að vera tákn þess, að brúaðar hefðu verið þær torfærur, sem hindruðu giftingu þeirra. En hjónabandið varð hamingjusnautt. Maðurinn, sem var orðinn frægasti arkitekt heimsins var alltaf jafn óheppinn ,í ástum. Nokkrum mánuðum eftir giftinguna fór Miriam af heimilinu og settist ac5 í Los Angeles. Frank reyndi að gleyma sorgum sínum með því að sökkva sér niður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.