Úrval - 01.10.1966, Síða 81

Úrval - 01.10.1966, Síða 81
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA 79 ur. Við mátum aldrei taka neitt í búðinni, nema hann gæfi okkur það. En núna... Við fundum fjögur stór stykki af svínakjöti, sem héngu þar inni, og við vorum svo hungraðir, að við skárum eitt þeirra niður og byrjuð- um að éta það hrátt þarna á staðn- um. Það var gott á bragðið, en það leið ekki á löngu, þangað til við fengum ofsaleg uppköst. Og eftir það átum við aldrei hráan svína- kjötsbita. Næsta dag fór Sidney aft- ur inn í búðina, fann brjóstsykurs- poka og baunadós, sem okkur tókst að opna með stórri kjötsveðju. Og í langan tíma lifðum við á þessu. Við rugluðumst bráðlega í tíma- talinu. Nætur og dagar runnu út í eina allsherjar ringulreið í huga okkar. Við urðum sífellt máttfarn- ari og sváfum oftast. Og svo urðum við uppiskroppa með niðursoðna mjólk handa Marion litlu og urð- um að fylla pelann hennar af vatni úr ánni. Þegar ég lá þarna í móki einn daginn, dreymdi mig hvítan bát og hóp manna, sem streymdu á land úr bátnum. Allt í einu heyrði ég hræði- legt ýlfrandi hljóð, og ég settist upp flötum beinum. Ég fann, hvernig kaldur sviti spratt fram á hörundi mínu. Ég hafði heyrt í raunveru- legri skipsflautu! Sidney var þegar kominn út úr skúrræksninu, sem við höfðumst við í. Hann lá rétt fyrir utan skúrinn á fjórum fótum og starði niður að ánni. Flautan blés afur. Hljóðið var svo skerandi, að mig verkjaði í eyrun. Og nú sáum við birgðaskip- ið Teddy H. nálgást lendingarstað okkar í stórum boga. Ég varð gripinn skelfingu. Ég var dauðhræddur við fullorðið fólk, jafnvel þegar mamma og pabbi voru líka viðstödd. En nú vorum við krakkarnir þarna ein, og við höfð- um brotið svo mikið af okkur, tek- ið allt mögulegt úr búðinni og ó- hreinkað teppin okkar alveg hræði- lega. Ég var viss um, að mennirnir værú nú komnir til þess að refsa okkur. „Komdu, við skulum fela okkur“, sagði ég við Sidney. Sidney leit á mig og síðan aftur í áttina til skipsins. „Nú, hvert eig- um við að fara“? spurði hann. Hann var á báðum áttum. Hann virti skipið vandlega fyrir sér, þegar það nálgaðist bakkann meira og meira. Svo stökk einn maður niður úr stefninu til þess að hnýta landfest- ar. Við fundum okkur felustað undir lausum gólffjölum í búðinni. Við gátum heyrt til mannanna yfir höfð- um okkar og fylgzt með því, hvert þeir fóru og hvar þeir voru hverju sinni. Einn af þeim kallaði skyndi- lega ofan frá íbúðarhúsinu: „Al- máttugur, konan er dáin“! Svo töl- uðu þeir um, að við krakkarnir hlytum að vera einhvers staðar þarna í grendinni, og svo fóru þeir að leita að okkur dyrum og dyngj- um. Og brátt voru þeir farnir að leita í búðinni. Marion, sem hafði ekki rekið upp bofs dögum saman, fór nú skyndilega að gráta þarna niðri í myrkririu undir gólffjölun- um. „Uss“, sagði ég við hana bænar- rómi, og svo reyndi ég að þagga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.