Úrval - 01.10.1966, Page 83

Úrval - 01.10.1966, Page 83
VÍÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA 81 „þegar þið eruð orðnir svolítið eldri“. Veturinn, er ég varð 12 ára, dó Ada systir mín ur bráðri botn- langabólgu. Þegar pabbi kom í heimsókn það árið, var hann hor- aður og skelfing þreytulegur, en hann hafði dásamlegar fréttir að færa okkur Sidney. „Ég ætla að gerast veiðifélagi Charlie Swansons“, sagði hann við okkur. „Við erum búnir að fá okk- ur stóran bát með vél og við ætlum upp eftir Koyukukánni til þess að veiða næsta vetur“. Við bræðurnir höfðum labbað með pabba í áttina út að skóginum fyrir utan Anvik, og nú stanzaði hann snögglega og gróf hælnum niður í jarðveginn, sem var nú sem óðast að þiðna í vorhlýjunni. „Hald- ið þið, að ykkur mundi langa að koma með í þá ferð“? spurði hann. „Mér finnst vera kominn tími til þess, að þið lærið, hvernig hægt er að bjarga sér hér í Alaska. Það kann að vera, að ég eigi ekki eftir að verða hérna miklu lengur til þess að kenna ykkur“. Og þannig lauk því bóknámi mínu. Ég var búinn að ljúka þriðja hefti af lestrarbókinni, sem er meira en hægt er að segja um flest börn í þessum hluta heims. Og nú átti ég fyrir höndum að fá jafnvel enn þýðingarmeiri fræðslu. Strax og áin var orðin íslaus, kvöddum við systur okkar, þær Elsie og Marion, og héldum til Nul- ato, þar sem Charlie gamli beið okkar með vélbátinn. Hann var hvít- ur maður, með grátt hár og skegg. Hann var jafnan fámáll, en hann hafði ánægju af börnum. Svo þeg- ar gufuskipið kom með vetrarbirgð- ir okkar, fórum við að hlaða bát- inn. Þegar við höfðum allir klöngr- azt um borð, ásamt hundunum sjö, sem pabbi hafði keypt, kom það í Ijósð að það lá við, að báturinn væri ofhlaðinn. En hjá slíku er ekki hægt að komast, þegar lagt er af stað í vetrarveiðiferð. Gleymi maður einhverju eða verði uppi- skroppa með eithvað, verður mað- ur að vera við því búinn að vera án þess, vegna þess að oftast eru 100—200 mílur til næsta verzlun- arstaðar. Nú héldum við upp eftir ánni. Okkur miðaði vel áfram, 20—30 mílur á dag. Við bundum bátinn fastan hjá árbakkanum á kvöldin og sváfum á jörðinni undir krónum trjánna. Áttunda dag ferðarinnar komum við að sandrifi einu, sem gekk út í ána, og þar fyrir ofan tóku við hæðir. Pabbi sagði, að þetta virtist vera ágætur staður til vetur- setu, svo að við lögðum að landi, bundum bátinn og reistum tjald nokkurn spöl frá ánni. Við Sidney fórum að afferma bát- inn og ganga frá hundunum, en pabbi fór að ryðja svolítinn land- skika með exinni sinni. Svo hélt hann inn í skóginn og fór að höggva trjáboli í kofann, sem við urðum að Ijúka við, áður en fyrsti snjór- inn félli. En Charlie fór strax að leggja fiskinet í ána. Laxinn var nú einmitt. að ganga, og það gat hugsazt, að hann yrði farinn fram hjá næsta dag. Það þurfti mikið magn af þurrkuðum laxi til þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.