Úrval - 01.10.1966, Page 85

Úrval - 01.10.1966, Page 85
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA 83 að fæða sjö sleðahunda allan vet- urinn. Alltaf virtist vera nóg að gera allan liðlangan daginn. Við urðum að reisa trönur til þess að þurrka fiskinn á og reisa geymsluhús, sem stóð á stólpum í 10 feta hæð, en þar skyldi geyma kjötið og skinnin af veiðidýrunum. En það tók lengst- an tíma og mesta fyrirhöfn að byggja bjálkakofann okkar. Þegar hann var orðinn nógu hár, reistum við mæninn. Við höfðum auðvitað engar bárujárnsplötur í þakið, svo að við flettum berkinum af greni- trjánum og lögðum börkinn yfir bjálkana í mæninum. Ofan á börk- inn lögðum við mosa og þar ofan á tveggja feta moldarlag. Og það lak ekki einn dropi inn um þetta þak okkar, jafnvel ekki í mestu úrhell- isskúrum eða þíðviðri, þegar snjór- inn bráðnaði mjög ört. Svo fluttum við inn í kofann í miðjum septembermánuði. Síðan eyddum við miklum tíma í að smíða sleðana okkar og búa til snjóþrúg- ur. Pabbi sýndi okkur Sidney, hvernig fara skyldi að öllu, hvert svo sem starfið var. Allt skyldum við læra. Svo þegar hann var bú- inn að segja okkur vel til, urðum við að gjöra svo vel að ljúka verk- inu sjálfir. Við bræðurnir gerðum mörg axarsköft og rifumst oft um það, hvernig vinna skyldi verkið, en við lukum hverju skylduverki okk- ar. Og þegar hverju verki var lok- ið, sagði pabbi jafnan: „Já, svona á það að vera. Þið skuluð ekki gef- ast upp fyrir neinu“. Þetta var allt saman dásamlegt með þó einni und- antekningu. Pabbi lét okkar baða okkur aðra hverja viku. Og það var næstum eins slæmt og skól- inn. Kjöt í pottinn. Þegar ána tók að leggja meðfram bökkunum, sigldum við bátnum nið- ur með ánni, þangað til við komum að djúpum hyl í henni. Og þar sett- um við marga trjáboli undir bát- inn ,svo að hann frysi ekki við botn- inn. „Jæja, nú erum við sannarlega orðnir innlyksa á þessum stað“, sagði Charlie gamli í gamni, þegar við höfðum lokið verki þessu, sem tekið hafði okkur allan daginn. Ég sofnaði alveg dauðþreyttur þetta kvöld, og þannig var það reyndar á hverju kvöldi. En samt hafði ég aldrei verið eins sæll. Þegar pabbi kallaði á okkur Sid- ney í morgunmatinn næsta dag, stóðu tveir splunkunýir rifflar uppi við kofavegginn. Það voru fyrstu rifflarnir okkar, okkar eigin riffl- ar! Við stóðum þarna sem negldir niður og störðum á rifflana, en svo rákum við upp ógurlegt gleðiösk- ur, sem hefði nægt til að hræða heyrnarlausan elg. Þeir pabbi og Charlie brostu að okkur. Síðan báð- um við um kúlur í rifflana, svo að við gætum reynt þá tafarlaust. „Morgunmatinn fyrst“, sagði pabbi og stóð þarna yfir okkur, meðan við gleyptum í okkur graut- inn. Svo gaf hann okkur 5 kúlur hvorum og við æddum út, miklir veiðimenn, sem ekkert hræddust. Auðvitað höfðum við enga þolin- mæði til þess að svipast um eftir raunverulegri veiði, þó að alls stað- ar gæti að líta kanínuslóðir. Þess í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.