Úrval - 01.10.1966, Side 92

Úrval - 01.10.1966, Side 92
90 ÚRVAL gatið til bráðabirgða, ýttum við bátnum á flot og rerum til Nulato, sem er 20 mílum neðar við ána, en þar vonuðumst við til þess að geta fengið aðstoð til að koma gömlu vélinni í gang aftur. Það leið ekki á löngu, þar til all- ir þeir, sem vit þóttust hafa á vél- um í Nulato, voru komnir niður að bátnum til þess að reyna að koma vélinni í gang. Fyrst var hún hreins- uð og snyrt, en þrátt fyrir margar tilraunir gekk mjög illa að koma henni í fullkominn gang. Slíkum tilraunum var haldið áfram í þrjá daga samfleytt, en allt kom fyrir ekki. Mér hafði dottið einn mögu- leiki í hug, en pabbi sagði mér, að ég skyldi ekki skipta mér af þessu, þar eð þessir menn þekku vel á alls kyns vélar. Sá, sem síðast hafði reynt, leit að lokum upp fr'á grúski sínu. Og þegar hann sú, af hvílíkri ákefð ég fylgdist með grúski hans, spurði hann mig stríðnislega, hvort ég vissi kannske, hvað væri að. „Ég held, að hún sé ekki rétt tengd“, sagði ég. „Ef þú skiptir um tengingu, setur númer 2, þar sem númer 4 er, þá held ég, að hún kom- ist í fullan gang“. „Jæja, sonur sæll, reyndu það sjálfur", sagði hann glottandi. „Þér getur ekki gengið verr en okkur hinum“. Mér fannst fingur mínir vera sem klær, þegar ég byrjaði að eiga við vírana. En þegar ég hafði tengt þá eins og ég vildi og mennirnir sneru sveifinni, þá fór vélin strax í gang. Mennirnir slógu sér á lær og hlógu og hlógu. Upp frá því byrjaði fólk að biðja mig um að gera við vél- arnar sínar, og það biður mig þess enn þann dag í dag. Næsta vika fór í að smíða „fiski- hjól“. Það er útbúnaður, sem settur er í vatnið, en á hjólinu eru fest 8—10 net. Straumurinn snýr hjól- inu líkt og mylluhjóli og fiskarnir, sem fram hjá fara, sópast inn í net- in og þau kasta þeim síðan í stórt trog. Þegar smíðinni var lokið, fest- um við hjólið framan á bátinn, þann- ig að það skagaði langt fram yfir stefnið. Við bundum litla bátinn aft- an í og sigldum svo um 12 mílur niður með ánni. Þar tjölduðum við og dvöldum þar nokkra daga við að smíða reykhús og fiskitrönur. Svo byriuðu laxarnir að ganga upp ána. Ég hafði aldrei séð neitt slíku líkt. Þeir komu æðandi upp ána líkt og holskefla og börðust um sundrýmið. Þeir stukku langt upp úr vatninu, þegar hálfsokknir trjá- stofnar urðu á vegi þeirra. Þeir neyttu ýtrustu krafta til þess að komast aftur upp í vötnin, sem þeir höfðu sjálfir hafið lífsgöngu sína í til þess að hrygna þar og til þess að deyja. f hvert skipti sem net snerist við hjólsnúninginn, duttu 4—5 fiskar ofan í trogið. Við unn- um baki brotnu, allir þrír, hömuð- umst við að gera að fiskinum og hengja hann upp í trönurnar. Og við höfðum varla undan fiskihjól- inu. Pop Russell, kaupmaðurinn í Nul- ato, kom skyndilega í heimsókn dag nokkurn, þegar við höfðum dvalið þarna í um eina viku. Hann sagð- ist hafa verið að velta því fyrir sér. hvernig okkur farnaðist á vetri /
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.