Úrval - 01.10.1966, Síða 94

Úrval - 01.10.1966, Síða 94
92 ÚRVAL og lagði land undir fót. Ég var 16 ára að aldri og varð eingöngu að treysta á sjálfan mig. Ég var alger- lega einn míns liðs. Næstu fjögur árin flæktist ég um og stundaði veiðar. Svo þcgar ég var orðinn tvítugur, giftist ég 16 ára gamalli Indíánastúlku, Ceceliu Olin að nafni, og um ári síðar eignuðumst við fyrstu dóttur okkar, sem var látin heita Christine. Verðið á loð- skinnum fór sífellt lækkandi, en samt fór ég að heiman á haustin og stundaði aleinn veiðar í skógin- um. Ég reyndi að sjá fjölskyldunni farborða með afrekstri veiðanna. En á sumrin bjó ég hjá konu og dótt- ur. Ég stundaði laxveiðar og vann ýmsa þá dagiaunavinnu, sem til féll. Skurðlækningar við frumstæð skil- yrði. Sumar nokkurt, um 3 árum eftir að við giftumst, settumst við að um 150 mílum upp með Hogatzafljót- inu, þar sem Cariboulækur rennur í fljótið. Við sáum varla nokkra hræðu allt sumarið, en síðari hluta sumars komu tveir Eskimóar róandi upp ána á húðkeip sínum og við buðum þeim hádegismat að borða. Ýmislegt hafði breytzt til batnað- ar í samskiptum Eskimóa og Indíána frá dögum móður minnar. Að vísu var ekki um raunverulega vináttu né bræðralag að ræða, en við skut- um a.m.k. ekki hverjir aðra upp úr þurru. Eskimóar þessir, 15 ára drengur og fullorðinn maður, Henry að nafni, voru á leið til heimkynna sinna, sem voru einhvers staðar fyrir norð- an heimskautsbaug. Og þeir áttu enn langa leið fyrir höndum. Okkur kom þolanlega saman, þangað til Henry skýrði frá því líkt og af tilviljun, að hann hefði skotið skógarbjörn daginn áður. Svo þegar ég spurði hann að því, hvar kjötið væri, yppti hann bara öxlum og sagðist hafa látið það eiga sig. ,,Æ, það hafði enga þýðingu að fara að drasla því með sér, þegar það er nóg veiði alls staðar“, sagði hann bara. Við þessi orð hans tók Indíána- blóð mitt að ólga. Ég einblíndi á hann um stund og trúði varla mín- um eigin eyrum, þegar ég heyrði þessi orð hans. Að lokum sagði ég við hann: „Veiðidýrin voru send hingað til þess að fólkið hefði eitt- hvað að borða, og ég á við Indíán- ana. Við drepum ekki bara til þess eins að sýna, hve góðar skyttur við erum“. Ég sagði þeim, að þeir gætu hafzt þarna við á árbakkanum um nóttina, en það væri bezt, að þeir væru allir á bak og burt, þegar ég vaknaði næsta morgun. Um morguninn voru þeir horfn- ir. En við vorum ekki alveg skildir að skiptum fyrir því. Um kvöldið sátum við Cecelia þarna á bakkan- um reykjandi og horfðum á síðustu laxana berjast áfram upp ána. Þá sáum við húðkeip Eskimóanna koma snögglega fyrir bugðuna á ánni. í honum sat drengurinn og reri af öllum lífs og sálar kröftum. Hann stefndi í áttina til okkar. í bátnum lá Henry nær dauða en lífi. Föt hans voru öll rifin og tætt, og sama mátti segja um líkama hans. „Hann elti særðan björn inn í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.