Úrval - 01.10.1966, Page 96

Úrval - 01.10.1966, Page 96
94 ÚRVAL skóginn“, sagði drengurinn, en sú skýring var með öllu óþörf. Það leynir sér ekki á útliti manns, ef hann hefur orðið fyrir árás skógar- bjarnar. Við lögðum hann á segldúk, og svo skárum við af honum fötin til þess að geta skoðað meiðslin betur. Hægri handleggur hans var allur sundurtættur, og sama var að segja um hægri fótlegginn. Það voru djúp sár aftan á hálsi hans eftir bjarnar- klærnar, og björninn hafði einnig rifið og tætt andlit hans og næstum því flett höfuðleðrinu af höfði hans. Það leit út fyrir, að nokkur rifbein kynnu að hafa brotnað, en þau urðu að bíða. Ég sagði Ceceliu að sjóða vatn. Síðan setti ég salt í vatnið og hrærði í og fór svo að þvo sárin upp úr þessari upplausn. Önnur meðul höfðum við ekki, en ég áleit, að það skipti reyndar ekki miklu máli. Styddi guð ekki mann þennan, mundu öll meðul í Fairbanks ekki nægja til þess að hjálpa honum. Hann æpti af kvölum. Svo leið yfir hann, en það var heppilegt, því að ég var jafnvel ekki byrjaður á að sauma saman sárin á andliti hans. Ég ætlaði að nota hreindýrssinar fyrir saumgarn, en Cecelia sagði mér, að þær mundu rotna í húð hans og því slitna og grotna sund- ur. Hún sagði, að ég skyldi þess í stað nota hár af höfði hans. Þess vegna kippti ég upp nokkrum hár- um og kastaði þeim í sjóðandi salt- vatnið ásamt beinnálinni, sem Cece- lia notaði til þess að sauma ilskóna okkar. Svo virti ég höfuð Eskimó- ans betur fyrir mér og hugsaði um það fram og aftur, hvernig bezt yrði að sauma þessi djúpu sár saman. Drengurinn hafði fylgzt með þessu öllu og hjálpað mér hvenær sem þess gerðist þörf. En þegar ég þrýsti saman efri og neðri vör Henrys og stakk nálinni í gegn, gafst drengurinn upp. Hann greip með hendinni fyrir munn sér og hljóp út í skóginn. Og ég gat heyrt hann kúgast og kasta upp. Ég hamaðist við að sauma, þang- að til sólin var næstum hnigin til viðar. Þá sagði ég Ceceliu að koma með olíulampann. Hún vék ekki frá mér, jafnvel ekki þegar ég krafðist þess af henni, að hún héldi lamp- anum alveg fast upp að andliti Henrys, svo að ég gæti séð nægilega vel til þess að sauma síðustu spor- in innan í munni hans. Aðgerðin tók samtals um 4 klukkustundir. Henry yrðu að vísu ekki forkunn- arfagur, ef hann lifði þetta þá af, en ég hafði gert mitt bezta fyrir hann. f þrjá sólarhringa lá hann milli heims og helju. Drengurinn húkti á hækjum við hlið hans tímunum saman, þurrkaði svitann af enni hans og rak mýflugurnar burt. Síð- an lækkaði hitinn, og Henry opn- aði augun. „Ég hef kvalir í brjóst- holinu“, sagði hann. Ég var steinhissa á því, að hann skyldi geta komið upp nokkru orði. Andlit hans var svo bólgið, að þáð var ekki hægt að sjá, hvar munn- vik hans endaði og augað byrjaði. Ég reif segldúk niður í ræmur og batt um brotnu rifbeinin. Og fjórða daginn hjálpuðum við honum fram úr rúminu og studdum hann, svo að hann gæti liðkað sig svolítið, því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.