Úrval - 01.10.1966, Side 101

Úrval - 01.10.1966, Side 101
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA 99 undirbúning fyrir keppnina. Eg fékk lánaðan heilan hóp af hundum og svo hélt ég áfram að velja úr þeim, þangað til eftir voru 14 þeir beztu. Ég lét þá draga risavaxinn trjábol góðan spöl á hverjum degi, þangað til þeir voru orðnir alveg lafmóðir, og þannig ætlaði ég mér að auka styrk þeirra og þolni smám saman. Ég reyndi einnig að auka hraða þeirra með því að láta þá fara eins og þeir komust niðri á slétt- unni. Ég hljóp svo á eftir sleðan- um þangað til ég var orðinn alveg lafmóður og var að því kominn að gefast upp. Þegar komið var fram í febrúar- mánuð, var ég reiðubúinn til að halda til Fairbanks, sem var í um 600 mílna fjarlægð. Allir héldu, að ég væri orðinn al- veg snarbrjálaður. Cecelia var einn- ig á sömu skoðun og aðrir. En nú vildi svo til, að gullnámufélag eitt bauð mér 1.000 dollara greiðslu fyr- ir réttindi til gullleitarsvæðis nokk- urs, sem ég hafði áður leitað á um tíma og aflað mér réttar til. En ég varð að koma til Fairbanks til þess að undirrita þar sölusamninginn. Þessi sérstaka heppni gerði mér það fært að senda hundana þangað flug- leiðis. Þetta var erfiður 90 mílna kapp- akstur. Fyrsta daginn ókum við eft- ir óruddri slóð, sem lá til námu einn- ar. Við vorum næstum komnir að þessu lokamarki fyrsta dagsins, þeg- ar við komum að brekku, sem var svo brött, að bremsurnar dugðu ekki, þegar haldið var niður hinum megin. Sleðinn rann á tvo síðustu hundana og meiddi þá svo illilega, að þeir gátu ekki hlaupið. Ég tók aktygin af þeim og lagði hundana á sleðann. En samt varð ég sá fimmti að markinu. Þegar við vorum lagðir af stað til Fairbanks aftur næsta dag, en þar skyldi kappakstrinum ljúka, voru því aðeins 10 hundar til þess að draga sleðann minn, en hinir tveir lágu á honum. Sleðinn var því þung- ur í drætti og það miðaði fremur hægt áfram. En þegar ég komst nið- ur á flatirnar í um 5 mílna fjar- lægð frá lokamarkinu, gerði ég mér grein fyrir því, að ég var kominn næstum á hælana á hundaeyki því, sem var næst á undan mér, en það var það fjórða í röðinni. Ég minnt- ist þess, að 4. verðlaun námu 500 dollurum. Því keyrði ég hundana á- fram allt hvað af tók. Við nálguðumst eykið meira og meira. Við vorum ekki enn komnir fram úr því og vorum nú komnir inn á aðalgötu borgarinnar ekki langt frá lokamarkinu. En þá urðu hundarnir í eykinu rétt á undan skyndilega yfir sig hrifnir af eld- rauðri bensíndælu á bensínstöð einni. Þeir skokkuðu upp að dæl- unni þrátt fyrir bölv og hótarnir ekilsins og hringsóluðu þrjá hringi í kringum hana. Þegar ég hljóp fram hjá þeim, sá ég, að eykið við bensín- dæluna var komið í næstum óleys- anlega flækju. Ég var því alveg ör- uggur um fjórðu verðlaunin. Allir þyrptust utan um sigurveg- arana. Allir vildu kaupa glas eða máltíð handa okkur, og útvarps- fréttamaður einn var alltaf að kalla á okkur og biðja okkur að ganga að hljóðnemanum, sem hann hélt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.