Úrval - 01.10.1966, Page 124

Úrval - 01.10.1966, Page 124
122 ÚRVAL tór sinfóníuhljómsveit var samankomin á hinu risa- vaxna leiksviði útvarpsupp- tökusalar nr. 8-H í Radio City í New York. Meðlimir hennar voru víðs vegar að úr veröldinni, og þeir sátu þarna þögulir og hreyf- ingarlausir. Ég var enn af fiðlu- leikurunum í hinni nýstofnuðu NBC-sinfóníuhljómsveit, og þennan dag í desembermánuði árið 1937 vorum við að bíða eftir að sjá hljómsveitarstjórann okkar í fyrsta sinn. Skyndilega opnaðist hurð hægra megin við leiksviðið, og lágvax- inn, þrekinn maður kom inn á sviðið og gekk að hljómsveitarstjórapallin- um. Við tókum fyrst og fremst eft'- ir snjóhvítum hárþyrli og fremur breiðleitu andliti með háum kinn- beinum, yfirskeggi og rólegum, tjáningarlausum svip. Hann var klæddur í svartan jakka, röndóttar diplomatabuxur og támjóa skó, er líktust inniskóm. Hann kastaði ó- sköp lauslega á okkur kveðju mefj því að gera handahreyfingu með báðum höndum. Svo kallaði hann grófri, hásri röddu: „Brahms!“ Hann leit hvasst á okkur sem snöggvast og lyfti handleggjunum. Síðan lét hann tónsprotann falla leiftursnöggt og ákveðið. Þannig byrjaði fyrsta æfing mín undir stjórn Arthuros Toscaninis, „mesta hljómsveitarstjóra heimsins". Og sláttur tónsprotans varð sífellt öflugri og kyngimagnaðri með hverri .hreyfingu hins sjötuga hljómsveitarstjóra þennan morg- un, þegar við tókum að leika upp- hafstónana í fyrstu sinfóníu Brahms. Og þegar við fiðluleikararnir struk- um fiðlubogunum við fiðlustreng- ina, skynjaði ég fremur en heyrði hina dásamlegu nýju hljóma, sem ómuðu allt umhverfis mig. Var þetta sama tónlistin og við höfðum- leikið svo oft áður? Leikur okkar var nú þrunginn nýrri, magn- þrunginni gleði! „Cantate! Sostenate!“ þrumaði hann, er tónarnir náðu fyrsta há- markinu. „Látið hljóðfærin syngja! Haldið tóninum stöðugum!" Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hrópaði þessi vígorð til okkar, og í 17 ár lifðum við samkvæmt boðorðunum, sem í orðum þessum voru falin. Toscanini sagði oft: „Hvaða „asi- no“ (asni) sem er getur stjórnað hljómsveit, en það er difficile (erf- itt) að gæða tónlist lífi — skapa tónlist." Hann gegndi alltaf hlut- verki Heilags Georgs, sem berst við dlrékann, er gætir tónlistarfjár- sjóðsins. Sérhver æfing var þrung- in eftirvæntingu og æsingu. Sífellt voru gerðar nýjar uppgötvanir. „Gamli maðurinn“ uppgötvaði sí- fellt eitthvað nýtt í gamalkunnum verkum, vissan tón, vissa áherzlu eða blæbrigði, sem við höfðum hingað til ekki veitt eftirtekt eða kæft með vélrænum leik eða hirðu- leysi. Undir stjórn töfrasprota hans endurheimtu þvæld og slitin tón- verk sinn upprunalega glitrandi ljóma og glóðu á nýjan leik. „Vél- rænn leikur er dauði tónlistarinn- ar!“ hrópaði Toscanini með örvænt- ingarhreimi í röddinni. Ég minnist aldrei neinnar handa- hreyfingar, sem segja mætti um,. að hafi verið algerlega vélræn og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.