Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 125

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 125
TOSCANINI 123 hafi ekki verið innilega tengd túlk- un hans á því tónverki, sem verið var að leika hverju sinni. Hann stjórnaði tónlistinni, ekki hljóm- sveitinni. Vildi hann fá undurþýðan og ljúf- an tón, lagði hann fingurgóm vinstri vísifingurs að vörum sér, líkt og hann vildi segja ofur lágt: „Suss, suss!“ Þegar hann vildi leggja á- helzlu á enn innilegri blæ, lagði hann vinstri hönd á hjartastað og lét hana titra þar blíðlega, líkt og hann væri að leika „breiða vibra- to“ á knéfiðlu. „Leikið með hjart- anu, ekki með hljóðfærunum!“ sagði hann . Þegar tónlistin varð sérstaklega angurvær eða jafnvel harmþrung- in, líkt og í lok jarðarfararmarsins í Eroicu Beethovens, hnipraði hann sig örlítið saman, hallaði sér í átt- ina til okkar og gaf til kynna með tónsprota sínum ,að hann óskaði eftir „streymandi“ hljómi, en þó skýrt afmörkuðum. „Grátur, grát- ur!“ hrópaði hann. Toscanini notaði aldrei hvers- dagsleg orð eða orðatiltæki. Setn- ingar hans voru magnaðar, þrungn- ar leikrænum blæ, hlaðnar æsingu. Ég skynjaði, hvernig hver meðlim- ur hljómsveitarinnar lagði fram alla nína kunnáttu og leikni skilyrðis- laust til þess að ná þeim tóni og þeim blæ, sem Meistarinn krafðist. Alltaf var það segin saga, að hve- nær sem við lékum undir stjórn hans, spruttu fram hljómar sem' voru eins gerólíkir þeim hljómum, sem við höfðum framkallað áður fyrr, og hreinsað gull er gerólíkt þeim málmi sem finnst í jörðu. Við kinkuðum kolli hver til annars, ljómuðum af ánægju og gátum ekki leynt undrun okkar. Það var líkt og við tryðum ekki okkar eigin eyrum. Það var um tvo Toscanini að ræða, tvo ólíka menn: hljómsveitar- stjórann á æfingunum og hljóm- sveitarstjórann á tónleikunum. Á æfingunum hrópaði hann, þrumaði og söng. Á tónleikunum virtist hann líkt og stirðna upp. Oft datt mér í hug, að það væri líkt og hann óskaði þess að verða ósýnilegur, svo að han yrði ekki hindrun á milli á- heyrenda og tónlistarinnar sjálfr- ar. Hann brosti aldrei á tónleikum. Ef einhver kafli fór í handaskolum, hristi hann höfuðið eins og hann vildi segja: „Jæja, okkur mistókst þetta!“ En yrði einhverjum hljómsveitar- meðlimi eða sveit innan hljóm- sveitarinnar verulega á í messunni, þannig að slikt vekti óánægju Toscaninis svo að um munaði, vagg- aði hann höfðinu ógnvænlega fram og aftur, eins og hann vildi segja: „Bíðið bara, þangað til ég næ til ykkar!“ Og kæmi það fyrir, að ein- hver hæfi leik á röngum stað eða léki lélega (a.m.k. samkvæmt áliti Toscaninis), skók hann krepptan hnefann að þessum lánleysingja. Enginn hljómsveitarstjóri var tregari til að taka á móti viður- kenningu áheyrenda eða hljóm- sveitarinnar sjálfrar en Toscanini. Á æfingum byrjuðu menn oft að klappa, þegar einhver kafli var leik- inn af óvenjulegum glæsibrag. Toscanini lét ætíð sem hann heyrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.