Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 9

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 9
GEYSILEGT VATNSMAGN UNDIR ... 7 að vatni á eyðimerkursvæðunum síðasta áratuginn og rekizt þá stund- um á þessar vatnsæðar. Neðanjarðarvatn Saharaeyði- merkurinnar er aðallega að finna í sjö „neðanjarðarvötnum", og er þar í rauninni um að ræða sérstakt vatnakerfi í hverju tilfelli. Það er „Stóra Vestur-Erg“ og „Stóra Aust- ur-Erg“ í norðri, „Fezzan- og Tan- ezroufdældirnar“ á miðsvæði eyði- merkurinnar, „Egypzka Vestureyði- mörkin“ í austurjaðri Sahara og „Chad- og Nigerdældirnar" í suðri. í öllum þessum vatnsdældum sam- anlögðum eru um 15.000.000 milljón- ir rúmmetra af neðanjarðarvatni. Við þetta vatnsmagn bætist líklega meira en 4.000 milljónir rúmmetra árlega samanlagt. Hver þessara vatnsdælda hefur að vísu sín sér- stöku einkenni, en þó eiga þær margt sameiginlegt, svo sem ýmislegt, hvað snertir jarðlögin og vatnsrennsli neðanjarðar og þætti þá, sem ráða því vatnsrennsli, einnig ýmislegt, er snertir það vatnsmagn, sem stöðugt bætist við, en það er auðvitað þýð- ingarmesta atriði þessa máls, Einn- ig eiga þær margt sameiginlegt, hvað snertir vandamálin, sem horf- ast verður í augu við, er hafizt verð- ur handa um nýtingu þessara vatns- birgða. Þýðingarmestu vatnsbirgðirnar hafa fundizt í þrenns konar jarðlög- um, en tvö þeirra eru ákveðnar tegundir steinefna og jarðvegsefna, sem myndazt hafa á ákveðnu jarð- sögulegu tímabili. Eitt jarðlaga þessara er hinn venjulegi jarðgrunn- ur undir Saharaeyðimörkinni, sand- steinstegund, sem nýjustu rannsókn- ir benda til, að sé frá eldra krítar- tímabilinu. Þetta sandsteinslag, sem er víða blandað flögusteinum og kalkleir, er yfir 1000 metra á þykkt og hvílir á eldri jarðlögum, sem vatn getur ekki síazt í gegnum. Franska heitið á sandsteininum er „continental (meginlands) intercal- aire“ en hið enska „Nubian sand- stone“ (Nubíusandsteinn). Sand- steinn þessi er mjög heppilegt efni fyrir slíkar neðanjarðarvatnsæðar, því hann heldur í sér vatninu. Ofan á þessu sandsteinslagi liggur kalksteins- og leirkalksjarðlag (mergill), sem er í rauninn fyrrver- andi vatns- eða hafsbotn, þ. e. frá tímabili, þegar mikill hluti Sahara var hulinn vatni. Það er um 100 metra á þykkt, og segja má, að vatn komist varla í gegnum það. Ofan á því liggur svo annað sand- steinslag með vatnsæðum í, sem er álitið vera frá miocæn-plicæntíma- bilinu. Þetta lag, sem er líka um 1000 metrar á þykkt, er kallað „continental terminal" og myndar aðra tegundina af tveim helztu teg- undum, sem Saharavatnsæðarnar greinast í. Þriðja tegund jarðlaga, sem vatnsæðar eru í, eru sandhólar, árfarvegir og önnur jarðlög á yfir- borði jarðar, sem rekja má til nýrri j arðsögutímabila. Það eru tvenns konar skilyrði fyrir því, að vatn fylli neðanjarðar- vatnsæð, og skilyrði þessi eru mjög ólík. Ef ógegndræpt lag liggur ofan á jarðlaginu, sem vatnið er í, mun þannig að öllum líkindum myndast þrýstingur á vatnið, og því getur það stigið upp fyrir yfirborð neð- anjarðarvatnsæðarinnar, þegar bor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.