Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 16

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL lækkaður. Hin 20 metra lækkun- in mundi tákna raunverulega lækk- aða vatnshæð, svo framarlega sem ekki væri um eðlilegt brottrennsli að ræða, sem gæti einnig haft þau áhrif, að vatnshæðin lækkaði. Nú koma aðrar aðstæður til sög- unnar. Vatn undir borunarþrýst- ingi síast miklu hraðar burt frá vatnsæðum en vatn, sem er undir minni þrýstingi, þar eð borunar- þrýstingurinn stuðlar beinlínis að því að hrinda vatni burt frá vatns- æðinni. Vinnsla viss vatnsmagns við minni þrýsting hefur það í för með sér, að vatnshæðin lækkar talsvert minna en þegar vinnslan fer fram með hjálp borunarþrýstings. Þetta þýðir í rauninni, að sé tek- ið til að dæla vatninu upp úr neð- anjarðaræðunum í stað þess að láta það stíga upp um borholur (brunna), gæti slíkt aukið það vatnsmagn, sem aðgengilegt er til vinnslu. Þegar vatnshæð vatnsæðanna lækkar raunverulega, mun streyma að vatn frá þeim hlutum eyðimerkurinnar, sem munu halda áfram að verða eyðimörk (nothæfum), til þeirra svæða, þar sem dæling er álitin vera hagkvæm. Þar má reikna með slíku varanlegu aðstreymi til ræktunar- svæðanna frá auðnunum. Slíkum hagkvæmum árangri er einungis hægt að ná, ef slíkar framkvæmd- ir eru undirbúnar af mikilli fyrir- hyggju og um er að ræða allsherj- ar framkvæmdaáætlun, sem nær til hverrar vatnsæðar á hverju svæði, er grundvallast á rannsókn og kort- lagningu vatnsæðarinnar og sér- kenna hennar. Sameinaða ara- biska lýðveldið er reiðubúið til þess að reyna þessa tækni í Nýjadal i vesturhluta egypzku eyðimerkur- innar og hefur farið fram á efna- hagsaðstoð á vegum Þróunaráætlun- ar Sameinuðu þjóðanna og tækniað- stoð á vegum FAO. Neðanjarðarvatn er lykillinn að hvers konar þróunarframkvæmdum á Saharasvæðinu. Ef gera á áætlan- ir um þróun og framkvæma þær á heillavænlegan hátt, verður fyrst að fara fram rannsókn á neðanjarð- arvatnsmagninu í heild í gervallri Saharaeyðimörkinni. Við slíka rann- sókn verður að taka tillit til land- fræðilegrar skiptingar vatnsmagns- ins og þarfarinnar á, að allir not- endur vatnsins verði réttlætis að- njótandi í þessu efni án tillits til stjórnmálalegra landamæra. Taka verður tillit til ýmissa fleiri þátta í svo yfirgripsmikilli rannsókn. Upplýsingum verður að safna frá hinum ýmsu ríkjum, sem teygja sig inn í Saharaeyðimörkina og ráða yfir ýmsum svæðum hennar. í tengslum við kortlagningu vatns- æða og neðanjarðarvatnsbirgða verður að afla upplýsinga um vatns- þörf, mögulegar framkvæmdaáætl- anir, vinnslutækni og félög þau, fyrirtæki og stofnanir, sem þörf er fyrir til þess að framkvæma áætl- anirnar. Að öllum líkindum mundi árangur slíkrar allsherjar rann- sóknar verða birtur opinberlega. Slík skýrsla mundi verða hið fyrsta, opinbera mat á neðanjarðarvatns- æðum og vatnsbirgðum Sahara- eyðimerkurinnar í heild. (Þessi grein er í rauninni fyrsta tilraun- in til slíks mats). Margs konar erfiðleikar munu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.