Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 19

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 19
KRISTÍN SVÍADROTTNING 17 ingu hennar voru táknrænar fyrir líf hennar. Hún var alltaf furðuleg persóna, ekki algerlega eðlileg kona. Hún flæktist síðar á ævinni um Evrópu sem ímynd óánægðrar manneskju, sem getur ekki aðlagazt umhverfi sínu og á ekki samleið með öðrum. Og Evrópa 17. aldarinnar, sem hún flæktist um, var heim- kynni ólgu og uppnáms og mikilla átaka. Sem lítil stúlka var Kristín í mjög nánum tengslum við föður sinn og honum til mikillar ánægju. Hann tók hana alltaf með sér, þeg- ar hann fór eitthvað í hernaðar- legum erindum, sem var æði oft, því að hann var einn af hinum miklu hershöfðingjum síns tíma, enda var Svíþjóð mikið hernaðar- veldi undir stjórn hans. Þegar hann kom til hinna ýmsu varðstöðva og virkja, var honum heilsað sem kon- ungi með 50 fallbyssuskotum, og hann skipaði svo fyrir, að litla prins- essukrílið skyldi heiðrað á sama hátt. Eitt sinn fóru þau saman til Kalmarvirkis, sem var eitt mesta virki konungsríkisins. Þá var hún aðeins tveggja ára. Virkisstjórinn var hræddur um, að litla telpan yrði alveg örvita af hræðslu, ef hann hleypti af 50 fallbyssum rétt við eyrað á henni. En hann hlýðn- aðist samt hinni konunglegu tilskip- un og hleypti af byssunum. Þegar öll skotin höfðu kveðið við með miklum gný, klappaði sú litla sam- an lófunum og hrópaði: „Meira bang! Meira! Meira!“ Þegar hún varð fjögurra ára, kynnti Gústaf Adolf hana formlega fyrir þjóðinni sem ríkisarfa hans. Og svo hélt hann af stað 1 styrjöld- ina í Þýzkalandi, Þrjátíuárastríðið. Móður telpunnar hafði geðjazt illa að henni, allt frá því að hún varð gagntekin vonbrigðunum eftir fæð- ingu hennar, því að hún hafði þráð að eignast son. Og þar að auki var drottningin veiklunduð og pasturs- lítil. Því var Katrínu, systur kon- ungs, og Palatine prinsi, manni hennar, falið að sjá um menntun Kristínar. Tveim árum síðar var konungur- inn drepinn í hinni hræðilegu or- ustu við Liitzen, sem batt endi á þátttöku Svía í Þrjátíuárastríðinu. Og sex ára að aldri varð Kristín þannig drottning Svíþjóðar. Móðir hennar lét hana búa í her- bergjum, sem voru þakin svörtum tjöldum, og útilokuðu þar alla dags- birtu, heldur lét loga þar á kertum. Og í svefnherberginu, sem móðir og dóttir deildu í tvö næstu ár, var lítið skrín, sem hafði að geyma hjarta Gústafs Adolfs. Flestir í höllinni voru annaðhvort einshvers konar hirðfífl eða þá dvergar. Svo kom Axel Oxenstierna, kanslari ríkisins og vinur föður hennar, heim frá Þýzkalandi og tók hana af móðurinni. Kristín var fal- in umsjón einkakennara, sem sjá skyldu um frekari menntun henn- ar. Og þannig hófst nýtt skeið bernsku hennar, en það var ólíkt því, sem venjulega gerist meðal lítilla telpna. Hún var ofsalega sólgin í allt nám og bjó yfir alveg ótrúlegri orku. Hún las og lærði um 12 stundir á dag vegna geysi- legs þekkingarþorsta. Hún svaf að- eins 3 stundir á sólarhring, vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.