Úrval - 01.05.1967, Page 25

Úrval - 01.05.1967, Page 25
KRISTÍN SVÍADROTTNING 23 maður. í Hollandi tók hún á móti Leopold erkihertoga af Habsborg með mikilli viðhöfn, en hann var landsstjóri í Niðurlöndum. Og í Briissel lenti hún í rifrildi við Condé, vegna þess að hún tók ekki á móti honum með sömu viðhöfn. Hún tók formlega kaþólska trú í Brussel sjálft aðfangadagskvöldið. Athöfnin í kirkjunni og öll viðhöfnin, sem höfð var um hönd henni til heiðurs, tók fram öllu því, er hún hafði hing- að til kynnzt, hvað snerti dýrð og mikilfengleik. Og það hélt áfram að ganga á ýmsu á hinni löngu, hægu ferð hennar til Ítalíu. Sigur hennar var jafnvel enn meiri, er suður til Ítalíu kom. Páf- inn sýndi henni margháttaðan heið- ur sem mjög tignum trúskiptingi. Kardinálar héldu henni veizlur. í Róm tók hún sér bólfestu í Farnese- höllinni og tók að lifa þar sem ein af hinum miklu og frægu heims- konum. Og hér hefst hinn furðulegi og næstum afkáralegi harmleikur lífs hennar, ástarsagan sjálf, ef maður kýs að nefna hana því nafni. Les- andinn verður þó sjálfur að dæma um það, hversu heit ástin er í þeirri hræðilegu sögu. Kristín flæktist í alls konar bak- tjaldamakk í Róm. Hún hélt sig geysilega ríkmannlega, og allt heimilishald hennar einkenndist af miklum glæsibrag, þótt tekjurnar frá Svíþjóð bærust henni ekki eins reglulega og hún hafði vonað. Hún hélt trútt við þann sið drottninga að hafa í þjónustu sinni heldri menn, sem stjórnuðu öllum hennar málum. Tveir helztu embættismenn hennar voru þeir Francesco Santinelli greifi, sem var „Grand Chamberlain“ að tign, (eins konar yfirherbergja- stjóri), og Giovanni Monaldeschi markgreifi, sem bar titilinn „Grand Equerry“ (yfir hesthúsastjóri). Þeir voru í mestu uppáhaldi hjá henni. Þeir kepptust svo um að stjórna þátttöku hennar í alls kon- ar baktjaldamakki stjórnmálalegs eðlis og að plokka hana eftir beztu getu. Þeir Santinelli og Monaldeschi voru í för með henni, þegar hún hélt burt frá Róm til hirðar Lúðviks 14. Frakkakonungs. Þar var henni sýnd hvers konar sæmd, þrátt fyrir hina áberandi ókurteisu framkomu hennar (eða ef til vill einmitt vegna hennar). Einn helzti tilgangur hennar með ferð þessari var stjórn- málalegs eðlis. í höfði hennar hafði fæðzt brálæðisleg hugmynd um að sigra Neapelríki og setjast þar að völdum sem drottning. Hún ætlaði að safna saman frönskum her til þessarar herferðar, og Monaldeschi átti að verða yfirmaður hersins. Þegar þetta flókna baktjaldamakk og ráðabrugg stóð sem hæst, náðu átökin milli þeirra Santinelli og Monaldeschi hámarki sínu, og Monaldeschi ákvað nú að sjá svo um, að keppinautur hans yrði höfð- inu styttri. Það virðist sem afbrýði- semi hafi verið ein helzta undir- rót þessarar fyrirætlunar hans. Það virðist sem sé, að keppinautur líans hafi verið að ná yfirhöndinni, hvað drottninguna snerti. Monaldeschi neytti hinna lævíslegustu og vesæl- ustu bragða til þess að ná þessu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.