Úrval - 01.05.1967, Side 43

Úrval - 01.05.1967, Side 43
BHAGAVADGITA 41 inn til nýrrar fæðingar. Allt er þetta fyrirfram ákveðið og því skyldum við vera að angra okkur yfir hlutunum. Til þess er ekki hin minnsta ástæða. Það er hlutur hins hrausta manns að þekkja skyldu sína og inna hana síðan af höndum sómasamlega eða eins vel og hon- um er unnt, einfaldlega af því að það er skylda hans, sem um er að ræða, en hann á ekki að leiða hug- ann að því, hver hans hlutur verði. Þetta á einnig við um Arjuna, hann á ekki að vera í nokkrum vafa um hver skylda hans sé. Hann er Kshatriya, eða meðlimur Hinnar miklu hermanna stéttar, og ef hann fleygði sverði sínu — þá myndu jafnvel vinir hans halda, að hann gerði það af ótta en ekki vegna göfugra sjónarmiða. Látum hann því rísa á fætur og búast til bar- daga, herða hjarta sitt til að mæta örlögum sínum, hvort heldur þau færa honum sigur eða ósigur, tap eða gróða. Þetta er hin fyrsta af kenningum Bhagavadgita, að það sé skylda mannsins að hegða sér í samræmi við grundvallar sjónarmið þeirrar stéttar, sem hann er fæddur í. Ef hann er fæddur Kshatriya, þá á hann að vera reiðubúinn og fús til að ganga í stríð og berjast hraustlega. Ef hann er Brahmi, þá á hann að sökkva sér niður í bækur sínar og skýra þær. Ef hann er Vaisya, þá á hann einnig að sinna skyldum sínum sem kaupmaður eða jarð- ræktarmaður, og þó að hann sé fæddur í lægstu stéttinni Sudra, þá á hann að ganga til skyldustarfa sinna af heilum hug og gera sitt bezta, enda þótt það falli þá í hans, hlut að vinna ömurlegustu störf þjóðfélagsins. Annar þáttur kenningar Gita, er bundin persónuleika Krishna sjálfs. Allt fram að þessu hefur svo litið út í söguljóðinu, að Krishna sé mað- ur af holdi og blóði, frændi Arjuna og bræðra hans. En samkvæmt trú- arbrögðum Hindúa er Krishna holdgun eða persónugervingur, avatar, Vishnu, sem er einn hinn- af heilögu þrenningar Trimurti í Hindúatrú, en þessa þrenningu skipa ásamt Vishnu, Brahma og Siva. Hér er þó ekki öll sagan enn sögð. Eftir því sem fram heldur ljóðinu, vex Krishna sífellt meir og meir, og hættir að vera persónu- gervingur Vishnu og jafnvel ekki heldur Vishnu sjálfur, heldur Brahma, hinn eini eilífi guð. Þetta er þó aðeins hluti kenning- arinnar. Meginatriðið er enn eftir og það er, að þessi mikli guðdómur, þessi guð allra guða, þessi Brahma, er guð sem hægt er að nálgast og dýrka, og það, sem mest er um vert, elska með slíkri ógnarástríðu sem einn karlmaður ber til konu eða kona til manns. Þar erum við þá komin að lokaboðskap Gita, boð- skaparins, sem Krishna flutti Arj- una, boðskaparins, sem orðið hefur hald og traust ótölulegs fjölda sálna, og letrast í hjörtu aragrúa manna eins og hann væri fluttur þeim per- sónulega. Hlustaðu á lokaorð mitt,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.