Úrval - 01.05.1967, Side 51

Úrval - 01.05.1967, Side 51
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 49 var ekki annað sjáanlegt, en að hann væri að því kominn, að stíga upp í efstu tröppuna á listabrautinni, en efsta trappan var vitanlega Metrópólítanóperan. Þangað stefndi hugur allra mikilla söngvara. Ef þangað varð komizt var heimsfrægð- inni náð. — En er hann var kominn svona langt á listamannsbrautinni, skall holskeflan yfir með öllum sín- um þunga og lagði allt hans lista- mannslíf í rústir. Það var „heims- kreppan“ sem hér var að verki. Stórfyrirtæki og bankar hrundu í hundraðatali þarna vestra, og at- vinnuleysi og almenn varidræði fylgdu í kjölfarið. Listamaðurinn átti engra kosta völ. Hann varð að leggja árar í bát sinn. í Boston bjó Kristján bróðir Arn- gríms um þessar mundir. Hann var vel metinn skipstjóri og orðinn dá- vel efnaður. Hann bauð bróður sín- um til sín þegar allt var komið í kaldakol og framabrautin lokuð. Hann söng fyrst í ýmsum söngfé- lögum, en sú atvinna gaf lítið í aðra hönd. Þá réðist hann sem sjómaður hjá bróður sínum og stundaði þá at- vinnu allt til ársins 1937. Þá var Arngrímur 48 ára og hálfu ári betur. En kjarkur hans og framalöngun var ennþá óbuguð, og svo var kreppan úr sögunni. Þá gerði hann það, sem fáir á hans aldri hefðu vogað að gera. Hann lagði sem sé í söngferða- lag til Norðurlanda og Þýzkalands, og söng þá m. a. í Bergen og Osló og víðar. Og að síðustu söng hann í danska útvarpið. Heimildir telja að hann hafi fengið góða dóma, sérstaklega fyrir útvarpssöng sinn. f þessari ferð skrapp hann hingað og söng opinberlega, en hvað sem hann fór víða eða hversu oft hann söng hér þá, er mér ókunnugt. Líklega hefur hann verið hér stutt, því að honum líkaði ekki dómarnir sem hann fékk, enda var hann far- inn að eldast. Má því vera að hann hafi ekki staðið lengur á hátindin- um. Ég var svo lánsamur að hlusta á hann einu sinni. Verður mér sú stund ætíð ógleymanleg. Það hefur enginn söngvari hrifið mig jafn mik- ið, nema ef það kynni að vera Hreinn Pálsson. Eftir þetta fór Arngrímur aftur til Ameríku og gerðist sjómaður í Boston í annað sinn, og stundaði hann sjómennskuna allt til ársins 1953. Þá var hann orðinn 65 ára og heilsan þrotin. Dvaldi hanri eftir það á sjómannaheimili í New York í fjögur ár. En árið 1957 sneri hann heim til íslands, því að hann unni landi sínu og vildi deyja hér. Hann lézt ári síðar, eða hinn 23. ágúst 1958, rétt sjötugur að aldri. Þetta eru helztu atriðin úr mjög fjölbreytilegum æviferli Arngríms. Samtíðarmenn hans í skóla voru hinir svokölluðu aldamótamenn, svo og kunningjar hans og vinir. Þetta voru þeir menn sem mest mótuðu íslenzkt þjóðlíf á fyrri hluta aldar- innar. — Sagt er að á skólaárum sínum hafi Arngrímur verið með fjölgáfuðustu nemendum, og tiltölu- lega jafn í öllum greinum. Hann var sérstaklega hæglátur og kurteis og eftirsóttur félagi, en lét mjög lítið á sér bera. Hann átti fáa vini en trygga. Hann þótti röskur íþrótta- maður, enda með afbrigðum vel vaxinn. Hann þótti og fríður sínum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.