Úrval - 01.05.1967, Page 59

Úrval - 01.05.1967, Page 59
ÆVINTÝRIÐ VM SILFURBIBLÍUNA 57 sem það gerði — og hafði hana ekki sakað í umbúðum sínum. Síðan var hún flutt til Svíþjóðar á öðru skipi. Biblían komst svo heilu og höldnu til Stokkhólms árið 1662. Magnús greifi lét binda hana í vandað band með silfurspjöldum, og ánafna hana háskólanum í Uppsölum. Og er nú ekki öll sagan sögð. Árið 1830 hurfu úr henni 10 blöð og fundust ekki hvernig sem leitað var. Sænska leynilögreglan hélt að þjóf- urinn mundi vera þarlendur, en samt var leynilögreglu ýmissa landa gert viðvart og hún beðin að reyna að hafa upp á blöðunum. Mikið var haft fyrir þessu, gerð nákvæm leit á ferðafólki, sem var að fara um borð, eða frá borði, fræðimenn, bókakaupmenn, safnarar og bóka- verðir beðnir að hafa gát á, og einn- ig lögregla í fjölmörgum löndum. En allt kom fyrir ekki. Tuttugu árum síðar sannaðist það, að sænska leynilögreglan hafði haft á réttu að standa. Þjófurinn var þar- lendur maður. Vörðurinn, sem gæta átti bókarinnar, hafði fest slíka ást á henni, að hann hafði slitið úr henni þessi tíu blöð til að hafa undir kodd- anum sínum meðan hann svæfi. Eða falin inni í honum, eins og líklegast er. Þetta játaði hann á banasæng- inni, og komust þá blöðin til skila. Fyrir fjörutíu árum voru Ijós- myndarar fengnir til að taka mynd af hverri blaðsíðu fyrir sig, og var hún svo gefin út Ijósprentuð. Ymis af hinum stærstu bókasöfnum fengu bókina að gjöf ljósprentaða árið 1927, en það ár átti háskólinn í Uppsölum 300 ára afmæli. En sjálf hefur bókin verið geymd í dimmri hvelfingu neðanjarðar svo hún skemmdist ekki. Haldið er að hún hafi verið flutt úr stað að minnsta kosti einu sinni. Þegar ég var í Uppsölum, spurði ég nokkr- um sinnum hvar hennar mundi nú vera að leita. Svarið var alltaf hið sama: „Það veit ég ekki.“ „Á ég að skilja þetta svar þannig að því sé haldið leyndu?" spurði ég að lokum. Við þessari spurningu fékk ég fyrst ákveðið svar: „Já.“ Ekki er ólíklegt að hún sé nú geymd í einu af þeim neðanjarðar- byrgjum, sem ætlað er að standast kjarnorkuárásir. Svíar vilja ekki hætta á að hún lendi í slíkum háska meðan hún er í þeirra höndum, sem hún hefur sloppið frá oft áður — þó tæpt hafi staðið. Hundasaga: 1 litlu iðnfyrirtæki einu er dálítið óvenjulegur heiðursvaraforseti, það er hundur. E’inn starfsmaimanna útskýrði útnefningu seppa með þess- um orðum: „Sko, hann er alveg tilvalinn. Hann getur lynt við alla, sýnir alitaf tafarlaus viðbrögð við klappi á bakið, hefur alveg óslökkvandi áhuga á að horfa á aðra vinna, og hefur alveg sérstakan hæfileika til bess að vera spekingslegur á svipinn og segja aldrei neitt.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.