Úrval - 01.05.1967, Síða 63

Úrval - 01.05.1967, Síða 63
ÞEIR SVÍFA SEM FUGLAR HIMINSINS 61 verður hann að taka skriflegt próf. Þar er aðeins um að ræða ýmsar upplýsingar og reglur, sem auðvelt er að tileinka sér. Og næst fer hann svo á loft með eftirlitsmanni frá Flugeftirliti ríkisins (Federal Avia- ton Agency) eða einhverjum öðr- um, sem hefur verið útnefndur sem prófdómari fyrir svifflugmenn. Hann prófar hinn tilvonandi flugmann, líkt og maður er prófaður, þegar maður tekur ökupróf. Maður þarf jafnvel ekki að fara í læknisskoðun, nema maður ætli að fá sér tveggja sæta svifflugu og fara með farþega á loft með sér. Það er ekki um neitt leyfisgjald að ræða. Það eru ekki nærri eins mörg mælitæki og stjórntæki, sem þarf að fylgjast með í svifflugu eins og þegar um flestar litlar vélflugur er að ræða. Þetta veitir svifflugmann- inum frelsi til hugleiðinga. Honum gefst betra færi á að gefa sig á vald hinni undursamlegu kennd, sem gagntekur hann, er hann tekur að svífa og hækka og hækka. Hann sezt í íága flugmannsklefann, þann- ig að axlir hans nema við hæð vængjanna. Hann dregur plast- skyggni yfir klefann, festir sætis- beltið og axlaólarnar. Hann lítur á handfangið á mælaborðinu, sem er í tengslum við togkaðalinn. Með því að taka í það, getur hann losað kaðalinn, sem festur er við flugvél- ina, sem dregur sviffluguna á loft. í klefanum eru fótstig, og með þeirra hjálp getur hann tekið sveigj- ur og beygjur og stjórnað flughæð- inni, hækkað og lækkað flugið. Þar er líka einfalt tæki, sem ber heitið „variometer", en það skýrir honum frá því, hvort hann hækki flugið eða sé farinn að síga niður á við. Þetta eru tvö hliðstæð rör, annað með grænni kúlu, en hitt með rauðri. Einu tækin, sem hann þarf að hafa auga með, þangað til hann fer að búast til lendingar aftur, eru flug- hraðamælir, hæðarmælir og áttaviti. Maður þarf að láta hendur standa fram úr ermum, þegar lenda skal svifflugu. En það er hægt að gera slíkt af mikilli nákvæmni. Það eru borð efst á vængjunum, þau eru um 4 þumlungar á breidd og 3 fet á lengd. Þau eru kölluð „spoilers." Með því að taka í handfang, lyftir flugmaðurinn þeim upp í jafnan loftstrauminn yfir vængjunum. Þetta dregur úr hæðarlyftingunni og hjálpar honum að lækka flugið og lenda. Undir vængjunum eru svipuð borð, er vinna sem loft- bremsur til þess að draga úr flug- hraðanum. Með þessum stjórntækj- um er hægt að lenda svifflugum hvar sem maður kýs. Sunnudag einn var keppni í svifflugfélaginu okkar nálægt Philadelphiu. Keppt var um það, hver gæti lent næst stað, sem var merktur með gulri pjötlu. Þeir þrír efstu lentu ótrú- lega nálægt henni eða allir innan 19 þumlunga fjarlægðar. ? HÆRRA OG HÆRRA. Það er ekki alltaf auðvelt að halda sér á lofti í svifflugu, en það er rangt, sem margir halda, að svif- flugan hrapi, ef loftið getur ekki haldið henni uppi þ. e. ef ekki er nægilegt uppstreymi. Það tekur svif- fluguna um 6 mínútur að komast upp í 2000 feta hæð í togi aftan í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.