Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 64

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 64
62 ÚRVAL vélflugu. Svo losar svifflugmaður- inn togkaðalinn. Nú svífur svifflug- an ein og alveg hjálparlaust. Hún lækkar flugið svo hægt og' svífur svo langt áfram á leið sinni, að við vitum, að þar er ekki aðeins um að ræða-vélarlausa flugvél, heldur sérstaka tegund flugvélar, sem er smíðuð með það íyrir augum, að hún geti svifið í loftinu, „hangið“ uppi í því svo að segja. Hún svífur rólega og nálgast jörðu um 150 fet á mínútu. Úr 2000 feta hæð mun það þannig taka svifflugu 12 mínútur að ná aftur til jarðar, jafnvel án þess að reiknað sé með nokkru loftupp- streymi til þess að vega þar upp á móti a.ð einhverju leyti og lengja þannig tímann. Þessi langi tími veitir flugmanninum nægan umhugsunar- frest. Og svifflugan lækkar ekki heldur flugið í lóðréttri stefnu. Hún svífur einnig 30 fet fram á við fyrir hvert fet, sem hún lækkar flugið, svo að úr 2000 feta hæð getur hún svifið næstum 12 mílna leið fram á við, áður en hún nær til jarðar. Það er líka hægt að fljúga í þrengri hringjum en í lítilli vélflugu, og því er auðveldara að sveigja hana til á ýmsa vegu, þegar þeir staðir eru athugaðir gaumgæfilega, sem yrði kannske nauðsynlegt að lenda á. Lendingarhraðinn er miklu minni en þegar um vélflugu er að ræða, og því er hægt að lenda á styttri lendingarbraut. Það koma því miklu fleiri staðir til greina sem lendingastaðir en ætti að lenda vél- flugu. Þetta er ein ástæða þess, að ekki er mikið um slys í svifflugi. En hinn ævintýragjarni svifflug- maður hefur ekki látið „toga sig á loft“ til þess eins að svífa svo hægt til jarðar, heldur til þess að hækka flugið meira og meira og svífa sí- fellt lengri vegalengd. Hann verður að beina allri athygli sinni að því að finna hentugt loftuppstreymi. Loft- ið yfir plægðum akri verður t. d. heitara en loftið umhverfis akurinn og tekur því að stíga upp. Sérhver sá staður, sem gefur frá sér mikinn hita, er álitlegur í þessu tilfelli. Það eru góðar líkur til þess, að þar sé um loftuppstreymi að ræða. Þyrp- ing stórra olíu- eða benzíngeyma er ágætur staður, líka risakjörbúða- þyrping með stórum breiðum og heitum málmþökum, einnig malar- gryfjur. Einu sinni fann ég loftupp- streymi yfir ruslahaug, og mér tókst að halda mér uppi í heilan klukkutíma í þessu hentuga loft- uppstreymi. Og sonur minn komst upp í 7000 fet nýlega með því að láta sig svífa upp uppi yfir litlum skógareldi. Þið hafið sjálfsagt einhvern tím- ann orðið varir við loftuppstreymi, lesendur góðir, og hafið líklega kall- að það golu eða snögga vindkviðu. Á heitum sumardegi, þegar loftið er kyrrt og mollulegt, kemur kannske alveg óvænt vindkviða, sem feykir til grasinu og trjágreinunum. Og við segjum: „Indælt, svolítil gola.“ En þetta stendur ekki lengi, grasið verð- ur aftur hreyfingarlaust og sarha er að segja um trjágreinarnar. Það var sem sé ekki um neina golu að ræða. Þetta voru bara loftbólur“, sem losnuðu frá yfirborði jarðar og lögðu af stað upp í loftið. Flygi mað- ur inn í slíkt loftuppstreymi í svif- flugu, mundi „variomælirinn" sýna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.