Úrval - 01.05.1967, Side 66

Úrval - 01.05.1967, Side 66
64 ÚRVAL vandamesta er unnið í verksmiðj- unni, og svo getur hver sá, sem er laginn að nota smíðaverkfæri, sett sviffluguna saman sjálfur. Kaup á svifflugu er mjög góð fjár- festing, því að þær ganga mjög lítið úr sér. Svifflugan, sem þú smíðar, getur enzt í allt að 30 ár. Það er ekki um að ræða neinn titring frá vél og hreyflum, sem valdi því, að hún útjaskist og gliðni smám sam- an í sundur. Ekki er heldur um það að ræða, að olía spýtist út um hana. Hún heldur því áfram að líta út sem ný, gljáandi og glæsileg. Sameiginlegir hagsmunir gera það að verkum, að svifflugmenn hafa mikla ánægju af að hittast, og það gera þeir á mjög viðkunnalegum stöðum, svo sem í Sugarbush norð- ur í Vermontfylki, þegar heppilegt loftuppstreymi myndast þar oft á haustin nálægt Grænufjöllum. f fyrra komu 55 svifflugur þar á vett- vang. Þær voru víðs vegar að úr Bandaríkjunum og líka frá Kanada. Þeim hafði öllum verið komið snyrtilega fyrir á dráttarvögnum aftan í bílum, líkt og skemmtibátum. Fólkið flaug á daginn, og á kvöldin kom það saman í sveitakránum fyr- ir framan snarkandi arineld til þess að ræða um svifflug. Svifflugmenn þessir voru ekki að keppa. Þeir vildu bara fá tækifæri til þess að leika sér í loftinu yfir hinum litríku fjöllum Nýju Eng- landsfylkjanna og vera samvístum við fólk, sem var þeim andlega skylt. Flugi þeirra virðist alls ekki ljúka, þegar þeir lenda. Eftir að þeir eru komnir til jarðar, hafa þeir enn blik í augum og bros á vör, sem hverfur ekki svo auðveldlega. Þeir hafa haldið einir á fund Móður Náttúru og dýrðlegar sýnir hefur borið fyrir augu þeirra. Og þeir geta alltaf haldið aftur á fund Móður Náttúru. Það er farið að þrengjast um menn, ekki aðeins í borgum og bæjum, heldur úti um landsbyggð- ina. Árnar og hafnirnar hafa spillzt af úrgangi og eitrazt. En uppi í tæru loftinu er nóg rými. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og nóg olnbogarými, nóg rými til þess að gefa sig á vald ljóðrænni fegurð- arnautn og æsandi ævintýrum. Höfundur greinarinnar, Robert N. Buck, sem er flugstjóri hjá stóru flugfélagi, hefur hlotið „Gull C-ið“ fyrir glæsilegan árangur í svifflugi, sem veitt er samkvæmt reglum, er settar hafa verið af Fédération Aéronautique Internationale. Á merki þessu er einn demantur. Nú er hann að keppa að æðstu viður- kenningunni, sem er merki með þrjá demanta. Það er aðeins veitt eftir margs konar próf og afrek. Sá, sem það hlýtur, verður að hafa haldið, sér á lofti í 5 klukkustundir sam- fleytt, hann verður að hafa komizt í 16.450 feta hæð, hann verður að hafa flogið til viss staðar, sem er a. m. k. í 187 mílna fjarlægð, og hann verður að hafa flogið a. m. k. 311 mílna vegalengd í frjálsa stefnu, þ. e. bara á milli einhverra staða. Aðeins 65 svifflugmönnum hefur hlotnazt slík viðurkenning í Banda- ríkjunum og samtals 500 svifflug- mönnum í öllum heiminum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.