Úrval - 01.05.1967, Síða 88

Úrval - 01.05.1967, Síða 88
86 URVAL in þyrkingslegum gróðri, og þar gat að líta þurra árfarvegi. Handan þeirra voru svo naktar víðáttur, þar sem aðeins gat að líta rauðleitan leir og sand. Yfir þeim svifu geysi- miklar hillingar líkastar risavöxn- um stöðuvötnum, sem virtust reyna að freista hins þyrsta vegfaranda til þess að halda burt af veginum í átt til þessa skæra bláma. Hitinn var óskaplegur, og loftið var geysilega þurrt. Maður gat dáið af sólsting á mjög stuttum tíma. Dýrin virtust færari um að afbera hitann. Þegar ferðalangurinn ók um landið, gat hann átt von á að rek- ast öðru hverju á glápandi emu- strútfugl eða kengúru, sitjandi í ró og næði í skugga lágvaxins trés. Skammt frá okkur var vörubifreið smalans, hlaðin birgðum og hafur- taski matsveinsins. Þar fyrir neðan voru grindur, þar sem heil tylft fjárhunda gat hvílzt í einu. Smal- inn þarfnast heils hundahóps, því að starf fjárhundsins er mjög þjak- andi. Þeir skiptast á um að vinna sinn hvorn daginn og stundum jafn- vel með nokkurra klukkustunda millibili. Hundarnir voru hvítir og svartir á lit eða svartir og brúnleit- ir. Þeir voru af þeirri tegund, sem gengur undir nafninu „kelpie“. Menn deila mjög um þá sögusögn, að tegund þessi sé afsprengur kyn- blöndunar milli fjárhunda, sem fluttir voru inn frá Skotlandi, og versta óvinar fjárræktarbændanna, ástralska villihundsins, sem gengur undir nafninu „dingo.“ HINIR MIKLU FJÁRREKSTRAR. Við sátum þarna og mösuðum, meðan matsveinninn bjó til kvöld- matinn. Mennirnir ræddu um erfið- leika smalanna í gamla daga, hina löngu fjárrekstra, sem gátu numið allt að 1500 mílna vegalengd. Var þá aðeins hægt að komast 5—6 mílur á dag, svo að reksturinn tók langan tíma. Þeir ræddu um hina hræði- legu þurrka, þegar vatn og gras þraut smám saman, en smalarnir urðu að horfa hiálparvana á það, að kindurnar horuðust niður og dóu að lokum úr hungri og þorsta. Þeir ræddu um þá tilfinningu, sem greip smalana, er þeir komu loks auga á fljót fram undan. Ef þeir voru ekki reyndir, æddu kindurnar oft út í ána í einni þvögu, og þá tröðkuðust fjölmargar undir fótum hinna eða druknuðu. Þeir töluðu um hina skerandi einmanakennd, sem náði tökum á smölunum, er þeir urðu kannske að halda áfram hundrað mílna vegalengd án þess að sjá nokkrar mannverur, aðeins heimskuleg andlit kindanna og svo kengúrurnar, sem virtust mjög á- h.yggjufullar á svipinn. Nú mátti greina örlítið breyttan tón í hinu dapurlega jarmi hjarðar- innar. Breytingin var svo lítil, að hún varð rétt með naumindum greinanleg. Smalinn spratt á fætur, gekk til hjarðarinnar og hugði að henni. Hann kom fljótt aftur og sagði: „Kindurnar, sem við tókum í hópinn í Wanaaring, virðast svo ó- sköp eirðarlausar.“ Hann sneri máli sínu til mín og bætti við til skýr- ingar: „Maður gæti haldið, að það væri óhugsanlegt, að kindahópur gæti tekið á rás og ætt áfram, óró- legur og óttasleginn, eins og naut-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.