Úrval - 01.05.1967, Page 97

Úrval - 01.05.1967, Page 97
MADAME SARAH 95 vald af slíkri innlifun og ofsa, að það var sem liún væri alger of- stækismaður. Leikritaskáldið Stark Young skrifaði eitt sinn á þá leið um leik hennar, að mælikvarðinn um sanna eða ósanna túlkun gilti alls ekki, hvað hana snerti, „heldur hvað snerti sjálfa sólina eða storm- inn.“ Tímaskyn hennar var svo al- gert, að ekki skeikaði um brot úr sekúndu. Hún vissi alltaf nákvæm- lega, hvernig og hvenær ætti að gera það, sem gera þurfti. Og þegar hin „Gullna Rödd“ barst út í salinn, gleymdu gagnrýnendur að gagnrýna, heldur upphófu næstum væmna lof- gerðarrollu. Ljóðskáldið Theodore de Banville sagði eitt sinn: „Hún er sjálf Ljóðadísin, holdi klædd. Hún mælir af munni fram líkt og næturgalinn syngur, líkt og vindur- inn andvarpar, líkt og vatnið hjal- ar...“ Þessi rödd er nú þögnuð að eilífu, og leikgáfa Söru Bernhardts liggur grafin ásamt líkama hennar í Pére Lachaisekirkjugarðinum í París. En goðsögnin um hana lifir áfram. Og ekkert í þeirri furðulegu sögu er leikrænna en allar aðstæður voru á bernskuárum hennar. „GÓÐA NÓTT, LITLA STJARNA." Sarah Bernhard fæddist í París árið 1844. Hún var óskilgetin dóttir Júdith van Hard, sem var Gyðinga- kona af hollenzkum ættum. Faðir hennar, sem er álitinn hafa verið laganemi, Edouard Bernhardt að nafni, lagði fram 100.000 franka sem sjóð, sem verða átti heimanmundur iitlu stúlkunnar. Og svo hvarf hann burt úr lífi þeirra og lét Judith um að sjá fyrir sér og litlu telpunni. A fimmta tug síðustu aldar átti ung miðstéttarkona í París, eigin- mannslaus, ættingjalaus og eigna- laus, aðeins um þrjá kosti að velja, hvað líísframfæri snerti: hún gat gerzt hattagerðarkona, hún gat gerzt barnfóstra og hún gat gerzt hjákona einhvers efnaðs manns. Judith, sem kallaði sig nú Maddömu Bernhardt, valdi þann síðasta af þessum þrem kostum. Og brátt bjó hún orðið við góð kjör. En það var ekkert rúm fyrir lítið barn á slíku heimili, og fyrstu 4 árin var Sarah því í fóstri heima hjá barnfóstru, sem hafði verið feng- in til þess að annast um hana. Þá kom að því, að kona þessi giftist og fluttist ofan úr sveit til Parísar, þar sem eiginmaður hennar gerðist húsvörður í fátæklegu fjölbýlis- húsi. Hún gat ekki haft uppi á móð- urinni til þess að skila telpunni aftur, svo að þau hjónin urðu að hafa litlu stúlkuna hjá sér inni í raka og dimma herberginu sínu, en það var eina vistarveran, sem þau höfðu umráð yfir. Sarah þreifst ekki við þessi slæmu kjör. Hún var mjög óhamingjusöm og varð óskaplega horuð. En það var vegna furðulegrar til- viljunar einnar saman, að Sarah slapp burt úr þessu ömurlega um- hverfi. Það vildi svo til, að hún sat úti á gangstéttinni dag einn, þegar ekill stöðvaði hesta sína þar rétt fyrir utan til þess að lagfæra ak- tygin. Og út úr vagninum sté sem snöggvast Rosine móðursystir Söru, en hún hafði hið sama vafasama
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.