Úrval - 01.05.1967, Síða 101

Úrval - 01.05.1967, Síða 101
MADAME SARAH 99 kom skurður á höfuðleðrið, og úr sárinu blæddi svo ofsalega, að Sarah, sem var nú altekin leikrænni iðrun, reif ræmur neðan af undirpilsum sínum til þess að binda um sárið. (Tuttugu árum síðar, þegar vörður- inn hætti störfum, keypti hún handa honum smáhýsi norður í Normandí og stofnaði eftirlauna- sjóð, sem nægði honum til ævi- loka). En það urðu alvarlegri afleið- ingar af árekstri einum, sem varð milli hennar og einnar helztu leik- konu leikhússins. Sarah hafði eitt sinn tekið Reginu, 9 ára gamla syst- ur sína (sem var einnig óskilgetin), með sér að tjaldabaki til þess að vera þar viðstödd hátíðlega athöfn til heiðurs fæðingardegi Moliéres. Því miður tafði Regina litla inn- göngu einnar helztu af eldri leik- konunum með því að stíga óvart á kjólslóða hennar, svo að hún komst ekki úr sporunum. Þetta var geysi- stór kona, Maddama Nathalie að nafni. Hún varð bálvond og hrinti telpunni nokkuð hastarlega til hlið- ar, svo að hún fékk skurð á ennið, er hún skall utan í súlu eina. Litla telpan benti ásakandi á hina frægu leikkonu og æpti: „Belja, belja! (Vache)“ eins hátt og hún gat. Maddama Nathalie varð alveg óð af illsku, og skeytti hún nú skapi sínu á Söru, en Sarah þaggaði fljót- lega niður í henni með því að slá hana svo ofsalega utanundir, að hin fræga leikkona féll í mjög leik- rænt yfirlið. Þetta högg skeilti ekki aðeins Maddame Nathalie um koll, heldur varð það til þess, að sjálft hið fræga leikhús riðaði á traustum grunni sínum. Það hafði aldrei komið þar fyrir áður, að óreynd leikkona, sem ráðin hafði verið til reynslu, dirfð- ist að storka svo einum af helztu starfsmönnum leikflokksins, hvað þá beita hann líkamlegu ofbeldi. Samleikarar Maddömu Nathalie voru að vísu bálreiðir, en blaða- mennirnir við dagblöð Parísar voru alveg í sjöunda himni. Þeir kunnu sér ekki læti af gleði og kepptu hver við annan í skoplegum frá- sögnum af slagsmálunum. Sarah varð skyndilega sameiginlegt um- ræðuefni manna á breiðstrætunum. Þegar Sarah var að æfa næsta hlutverk sitt, gerði Maddame Nathalie harða hríð að leikhús- stjóranum og krafðist þess, að hann kæmi í veg fyrir, að þessi ósvífni viðvaningur fengi að koma fram aftur í leikhúsinu, fyrr en fram hefði verið borin opinber afsökun- arbeiðni. Sarah neitaði að verða við þeim tilmælum, og leikhússtjórinn átti ekki annarra kosta völ en að biðja hana að segja starfinu lausu. Og það fór svo, að hún kom ekki aftur fram á leiksviði Comédie Francaise fyrr en að heilum áratug liðnum. FYRSTI SIGURINN. Sarah Bernhardt var að vísu of- boðslega stolt og þrjózk, en samt varð það henni mikið áfall að verða neydd til þess að yfirgefa helzta leikhús Frakklands. Aðrir leikhús- stjórar vildu helzt ekki ráða hana vegna þessa hneykslismáls, og það var aðeins vegna mikils baktjalda- makks, að henni tókst loks að fá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.