Úrval - 01.05.1967, Side 103

Úrval - 01.05.1967, Side 103
MADAME SARAH 101 sér smáhlutverk, sem voru svo léleg, að það má segja, að þar hafi bara verið um „statistahlutverk" að ræða. Þetta var í leikhúsinu Porte-Saint- Martin, þar sem aðallega voru sýnd- ir lélegir, væmnir og ýktir harm- leikir. Til allrar hamingju varð endir bundinn á fjárhagsvandræði henn- við komu de Ligne prins til Parísar. Honum tókst að hafa uppi á henni með því að leita í leikhúsunum, og hann fór strax að búa með henni. Það var langt því frá, að hann væri leiður vegna litla sonarins, heldur var hann í sjöunda himni og stakk upþ á því, að þau giftust. En fjöl- skylda hans mátti ekki heyra það nefnt á nafn. Þegar hann tilkynnti, að hann vildi giftast óþekktri leik- konu, sem væri Gyðingur í aðra ættina, stúlku, sem hann ætti þegar lausaleikskróa með, hótaði faðir hans því án allra vafninga að hætta við að kannast við hann sem son sinn og sleppa algerlega af honum hendinni fyrir fullt og allt. Frægur frændi hans, de Ligne hershöfðingi, var nú sendur til Parísar til þess að binda endi á þessa hneykslanlegu sambúð unga aðalsmannsins og þessar kvenper- sónu. Hann varð að vísu alveg töfr- aður af Söru en þegar hann hélt heim, hafði honum samt tekizt að fá hana til þess að lofa því að slíta öllu sambandi við de Ligne prins, þótt henni væri það þvert um geð. Sama kvöldið sagði hún elskhuga sínum, að hún gæti ekki leyft það, að hann sleppti tilkalli sínu til allra eigna og erfða, þótt hún ynni honum heitt. Hann maldaði í móinn, en hún þaggaði niður í honum með því að segja að eina markmið lífs hennar væri í rauninni það að verða mikil og fræg leikkona, raunveruleg stjarna. Hún bætti því við, að hún væri nú þegar búin að fá tilboð frá Odéonleikhúsinu um að koma þar fram í leikriti. Odéon var ríkis- leikhús, og Comedie Francaise eitt stóð því framar. Ungi maðufinn hlustaði furðulostinn á orð hennar. Hann trúði ekki sínum eigin eyrum. Og brátt breyttist undrun hans í reiði. Hann kallaði hana öllum illum nöfnúm, svo sem ómögulega leik- konu, sem hefði ánægju af að sýna sig, og auðvirðilega skækju. Og síð- an æddi hann út úr herbergi hennar . . . . og yfirgaf hana um leið fyrir fullt og allt. Sarah hafði í rauninni fengið til- boð frá Odéonleikhúsinu, og þar fékk hún svo sitt mikla tækifæri árið 1868, þegar leikritið ,,Kean“ var endursýnt, en það var einmitt eftir hennar gamla vin og ráðgjafa, Alexandre Dumas. Frumsýningar- kvöldið höfðu stúdentar, sem and- vígir voru konungsveldinu, safnazt þar saman. Þeirra hetja var Victor Hugo, og þeir höfðu komið í leik- húsið til þess að mótmæla því, að ríkisleikhús sýndi leikrit eftir Dum- as í stað einhvers af leikritum Hugos. Dumas birtist svo sjálfur í stúku í leikhúsinu ásamt þáverandi ástmey sinni, og varð þetta til þess að magna reiði stúdentanna um all- an helming. Ólætin dvínuðu ekki, þótt tjaldið væri dregið frá, og ekki heldur er Sarah birtist á sviðinu. Hún stóð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.